Sóknarfæri Menntasjóðs námsmanna Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 10:31 Áskoranir í menntakerfinu eru fjölmargar, á háskólastiginu skortir okkur fjölbreyttari hópa í fjölbreyttara nám. Við viljum fjárfesta í menntakerfinu, samfélaginu öllu til heilla, því menntakerfið er besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri og áframhaldandi farsæld í íslensku samfélagi. Í gær ræddum við á Alþingi skýrslu um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna að frumkvæði háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Skýrslan er umfangsmikil um þær breytingar sem gerðar voru á námslánakerfinu 2020 en í skýrslunni kemur fram að markmið laganna um að tryggja skuli jöfn tækifæri til náms sé í hættu. Gera verði breytingar á kerfinu svo markmiðið náist. Kostnaður við yfirbyggingu 20% af öllum framlögum ríkisins við námsaðstoð í gegnum Menntasjóð fer í yfirbyggingu og regluverk sjóðsins. Hér er augljóst tækifæri til umbóta. Það er vont að fjármagn sem annars færi í að styðja við námsmenn fari í að halda utan um umfangsmikinn rekstur sjóðsins. Orðið er flóknara að rýna í fjármagnsskipan Menntasjóðsins, eins og segir í skýrslunni, þar sem flækjustigið hefur aukist til muna. Það er ekki gott mál að rekstrarkostnaður sjóðsins hafi ekki lækkað þrátt fyrir að lántökum hafi fækkað. Þá kemur fram í skýrslunni að ekki sé hægt að hagræða innan þeirra reglna sem nú eru í gildi, handavinnan við nýja kerfið og flækjustigið við úthlutun lána og yfirferð á réttindum námsfólks er það mikið. Endurskoðun laga ætti fyrst og fremst að fela í sér einföldun á kerfinu. Forgangsröðum breytingum á Menntasjóðnum til þess að leysa þessa fjármuni úr læðingi. Vaxtaumhverfi námslána Með þeim breytingum sem gerðar voru á kerfinu hefur efnahagsástandið mikil áhrif á þróun á greiðslubyrði lánþega og hefur verðbólgan hefur lagst harkalega á þá. Þessi óvissa dregur úr gagnsæi námsaðstoðar ríkisins, sem hlýtur að endurspeglast í því hve fáir sjá það sem raunhæfan kost að taka námslán. Stúdentar mótmæla svo harðlega vaxtaálaginu, og það verður að svara þeirri spurningu, hvort sanngjarnt sé að leggja á herðar stúdenta byrðarnar af væntu afföllum námslána, sem skapar enn meiri óvissu um afborgun lánanna. Þetta var kostnaður sem ríkið tók áður í fangið. Auðvitað þarf slíkt að skoðast í stóra samhenginu, en ég tel að þessu verði stjórnvöld að svara. Kostir og gallar aukins fjarnáms Við þurfum að eiga hreinskilið samtal um samspil aukins framboðs fjarnáms og mikillar atvinnuþáttöku nemenda. Erum við að ýta eftir frekara fjarnámi til þess að ýta undir frekari atvinnuþátttöku nemenda? Öflugt fjarnám er gríðarlega mikilvægt verkfæri til að hækka menntunarstig íbúa á landsbyggðinni. Undirrituð er og verður alltaf talsmaður öflugs fjarnáms sem verkfæris til að ná til þeirra sem búa í dreifðari byggðum. Rannsóknir sýna að nemendur sem læra í heimabyggð eru líklegri til að festa búsetu þar. Því er til mikils að vinna, viljum við halda blómlegri byggð um landið allt. Þó er það svoað stór hluti, jafnvel meirihluti, þeirra sem sækja fjarnám í háskóla á landsbyggðinni eru íbúar höfuðborgarsvæðisins. Er ekki eitthvað skakkt við þá mynd? Ráðherra boðar breytingar Skýrslan sýnir að nauðsynlegt er að grípa inn í kerfið að svo stöddu til að ná þeim markmiðum sem við settum okkur með breytingum á kerfinu. Það var því fagnaðarefni að ráðherra tilkynnti í umræðum um skýrslu um Menntasjóð á Alþingi í gær að hún hyggist bregðast við ábendingum skýrslunnar og leggja fram breytingar strax í vor og stærri breytingar fylgi síðan á eftir. Stúdentar eru stór hópur sem er jafn ólíkur og þau eru mörg. Það er því mismunandi áherslur hjá mismunandi hópum. Sumir vilja ekkert frítekjumark, aðrir vilja fasta lága vexti og aðrir vilja hærri grunnframfærslu. Við leitum af hinum gullna meðalvegi einmitt vegna þess að við viljum sem fjölbreyttastan hópinn í nám og því þurfum við fjölbreyttar leiðir til að ná því markmiði. Verð ég að slá þann varnagla hér að þær aðgerðir sem gripið verður til verði ekki til þess að flækja kerfið. Kerfið er nú þegar allt, allt of flókið. Leggja verður höfuðáherslu á að kerfið verði skilvirkara, gagnsærra og þjóni fyrst og fremst hagsmunum stúdenta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Áskoranir í menntakerfinu eru fjölmargar, á háskólastiginu skortir okkur fjölbreyttari hópa í fjölbreyttara nám. Við viljum fjárfesta í menntakerfinu, samfélaginu öllu til heilla, því menntakerfið er besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri og áframhaldandi farsæld í íslensku samfélagi. Í gær ræddum við á Alþingi skýrslu um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna að frumkvæði háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Skýrslan er umfangsmikil um þær breytingar sem gerðar voru á námslánakerfinu 2020 en í skýrslunni kemur fram að markmið laganna um að tryggja skuli jöfn tækifæri til náms sé í hættu. Gera verði breytingar á kerfinu svo markmiðið náist. Kostnaður við yfirbyggingu 20% af öllum framlögum ríkisins við námsaðstoð í gegnum Menntasjóð fer í yfirbyggingu og regluverk sjóðsins. Hér er augljóst tækifæri til umbóta. Það er vont að fjármagn sem annars færi í að styðja við námsmenn fari í að halda utan um umfangsmikinn rekstur sjóðsins. Orðið er flóknara að rýna í fjármagnsskipan Menntasjóðsins, eins og segir í skýrslunni, þar sem flækjustigið hefur aukist til muna. Það er ekki gott mál að rekstrarkostnaður sjóðsins hafi ekki lækkað þrátt fyrir að lántökum hafi fækkað. Þá kemur fram í skýrslunni að ekki sé hægt að hagræða innan þeirra reglna sem nú eru í gildi, handavinnan við nýja kerfið og flækjustigið við úthlutun lána og yfirferð á réttindum námsfólks er það mikið. Endurskoðun laga ætti fyrst og fremst að fela í sér einföldun á kerfinu. Forgangsröðum breytingum á Menntasjóðnum til þess að leysa þessa fjármuni úr læðingi. Vaxtaumhverfi námslána Með þeim breytingum sem gerðar voru á kerfinu hefur efnahagsástandið mikil áhrif á þróun á greiðslubyrði lánþega og hefur verðbólgan hefur lagst harkalega á þá. Þessi óvissa dregur úr gagnsæi námsaðstoðar ríkisins, sem hlýtur að endurspeglast í því hve fáir sjá það sem raunhæfan kost að taka námslán. Stúdentar mótmæla svo harðlega vaxtaálaginu, og það verður að svara þeirri spurningu, hvort sanngjarnt sé að leggja á herðar stúdenta byrðarnar af væntu afföllum námslána, sem skapar enn meiri óvissu um afborgun lánanna. Þetta var kostnaður sem ríkið tók áður í fangið. Auðvitað þarf slíkt að skoðast í stóra samhenginu, en ég tel að þessu verði stjórnvöld að svara. Kostir og gallar aukins fjarnáms Við þurfum að eiga hreinskilið samtal um samspil aukins framboðs fjarnáms og mikillar atvinnuþáttöku nemenda. Erum við að ýta eftir frekara fjarnámi til þess að ýta undir frekari atvinnuþátttöku nemenda? Öflugt fjarnám er gríðarlega mikilvægt verkfæri til að hækka menntunarstig íbúa á landsbyggðinni. Undirrituð er og verður alltaf talsmaður öflugs fjarnáms sem verkfæris til að ná til þeirra sem búa í dreifðari byggðum. Rannsóknir sýna að nemendur sem læra í heimabyggð eru líklegri til að festa búsetu þar. Því er til mikils að vinna, viljum við halda blómlegri byggð um landið allt. Þó er það svoað stór hluti, jafnvel meirihluti, þeirra sem sækja fjarnám í háskóla á landsbyggðinni eru íbúar höfuðborgarsvæðisins. Er ekki eitthvað skakkt við þá mynd? Ráðherra boðar breytingar Skýrslan sýnir að nauðsynlegt er að grípa inn í kerfið að svo stöddu til að ná þeim markmiðum sem við settum okkur með breytingum á kerfinu. Það var því fagnaðarefni að ráðherra tilkynnti í umræðum um skýrslu um Menntasjóð á Alþingi í gær að hún hyggist bregðast við ábendingum skýrslunnar og leggja fram breytingar strax í vor og stærri breytingar fylgi síðan á eftir. Stúdentar eru stór hópur sem er jafn ólíkur og þau eru mörg. Það er því mismunandi áherslur hjá mismunandi hópum. Sumir vilja ekkert frítekjumark, aðrir vilja fasta lága vexti og aðrir vilja hærri grunnframfærslu. Við leitum af hinum gullna meðalvegi einmitt vegna þess að við viljum sem fjölbreyttastan hópinn í nám og því þurfum við fjölbreyttar leiðir til að ná því markmiði. Verð ég að slá þann varnagla hér að þær aðgerðir sem gripið verður til verði ekki til þess að flækja kerfið. Kerfið er nú þegar allt, allt of flókið. Leggja verður höfuðáherslu á að kerfið verði skilvirkara, gagnsærra og þjóni fyrst og fremst hagsmunum stúdenta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun