Börnin á Gaza Þorvaldur Víðisson skrifar 23. febrúar 2024 10:35 Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar