Er stríðið á Gaza, stríð gegn konum? Stella Samúelsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:00 Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og varað við yfirvofandi hungursneyð. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur í þágu jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, hefur lýst stríðinu á Gaza sem stríði gegn konum. Hér eru sjö staðreyndir um hvers vegna stríðið á Gaza er einnig stríð gegn konum: [1] Talið er að um 9.000 palestínskar konur hafi verið drepnar af ísraelska hernum frá upphafi átakanna. Þessi tala er líklega vanmat þar sem greint er frá því að mun fleiri konur séu látnar undir rústum bygginga [2]. Ef fram fer sem horfir, munu að meðaltali 63 konur halda áfram að vera drepnar daglega. Áætlað er að 37 mæður séu drepnar á hverjum degi, sem skilur fjölskyldur þeirra eftir í algjörri upplausn og börnin eftir án umhyggju og verndar þeirra. Meira en 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) segja að fjölskyldur þeirra borði helming, eða minna, af því magni af mat sem þau voru vön að borða áður en stríðið hófst. Mæður og fullorðnar konur eru þær sem hafa það hlutverk að útvega mat en borða samt síðast, minna og síður en öll önnur [3]. 4 af hverjum 5 konum (84 prósent) á Gaza benda á að minnst einn af fjölskyldumeðlimum þeirra hafi þurft að sleppa máltíðum undanfarna viku. Í 95 prósentum tilfella eru það mæður sem eru án matar og sleppa að minnsta kosti einni máltíð til að fæða börnin sín [4]. Allir íbúar Gaza, sem eru 2,3 milljónir fólks, munu standa frammi fyrir alvarlegu mataróöryggi innan nokkurra vikna – því alvarlegasta sem mælst hefur [5] þar sem Gaza er á barmi hungursneyðar. Næstum 9 af hverjum 10 konum (87 prósent) segjast eiga erfiðara með að fá aðgengi að mat en karlar [6]. Sumar konur grípa nú til örþrifaráða, eins og að leita að mat undir rústum eða í ruslatunnum. 10 af 12 kvennasamtökum á Gaza greindu UN Women frá því að þau væru að hluta til starfhæf og veittu nauðsynlega neyðarþjónustu [7]. Þrátt fyrir ótrúlega viðleitni þeirra hefur innan við 1 prósent af því fjármagni sem safnað var í gegnum neyðarsöfnun Sameinuðu þjóðanna runnið til kvenréttindasamtaka á svæðinu. Að beina fjármagni til þessara samtaka er afar mikilvægt til að mæta aðkallandi þörfum kvenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga og til að tryggja að raddir kvenna á Gaza heyrist. Ef ekki verður af tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum munu enn fleiri deyja á næstu dögum og vikum. Drápunum, sprengingunum og eyðileggingunni á nauðsynlegum innviðum á Gaza verður að linna. Mannúðaraðstoð verður að komast inn á Gaza og um svæðið strax. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. [1] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [2] Source: UN Women’s calculation estimates are based on OCHA reported numbers. [3] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [4] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment with 120 women during 8-11 February in Gaza. [5] Source: Security Council hears Gaza famine 'almost inevitable' unless aid is massively scaled up [6] Source: UN Women's primary data collection, done as a rapid assessment, covering 120 women from 8-11 February in Gaza. [7] Source: UN Women Gender Alert: The Gendered Impact of the Crisis in Gaza. January 2024.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun