Hreindýraveiðileyfi dregin út á föstudaginn Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 11:55 Leyfum fækkar, verðið hækkar en eftirspurn vex. Hér má sjá hreindýraveiðimann stilla sér upp yfir föllnum tarfi á Jökuldalsheiði. vísir/jakob Stöðugur samdráttur hefur verið í kvóta á hreindýr. Fleiri sækja um nú en í fyrra. Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni. Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni.
Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira