Hver sér um okkur á meðan við sjáum um ykkur? Kristrún Vala Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 09:30 Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Klukkan er 7:10 á fimmtudagsmorgni. Það er mars, ég er langt komin með verknámið og önnin er alveg að klárast. Það eru bara nokkrar vikur eftir. Vekjaraklukkan hringir og ég þarf að rífa mig á fætur, sem væri allt í lagi, en ég veit að manneklan er svo mikil á spítalanum að við nemarnir erum settir á sjúklinga sem við eigum svo að bera ábyrgð á. Það má reyndar ekki – en hey, það er bara svo næs að láta okkur sjá um þetta fyrst við erum mætt á annað borð. Það er fátt betra en frír starfskraftur, nema kannski fyrir fría starfskraftinn sjálfan. Á meðan spítalinn sparar, lærum við minna og keyrum okkur út. Málið er að háskólanám er full vinna. Svo mikið er víst. Raunin er þó sú að vinnan verður oft meiri en það sem samsvarar „fullri vinnu“. Sá tími sem ekki fer í fyrirlestra á að fara í lestur, klínískt nám eða verkefnavinnu. Það er gott og blessað þegar góður stuðningur við námsmenn er til staðar, til dæmis í formi námslánakerfis sem styður raunverulega við stúdenta. Svo er þó ekki raunin hér á Íslandi, því miður. Námslánakerfið hefur meira að segja reynst svo stuðningslítið að í kringum 70% stúdenta vinna samhliða námi. Þá er hlutastarf komið ofan á fulla starfið sem stúdentar eru nú þegar að vinna í náminu sjálfu. Það er margt sem gæti útskýrt hvers vegna svo fá nýta þetta kerfi; lánin duga tæplega fyrir leigu og mat, hvað þá ef stúdentar hafa dirfst til að halda uppi markaðinum með afleysingum yfir sumartímann og fá því skert námslán vegna lágs frítekjumarks. Það er blóðugt. Í mörgum námsgreinum á Heilbrigðisvísindasviði er þetta aukna álag ólaunað þrátt fyrir að vera bráðnauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnanir. En við erum að keyra okkur út. Á meðan við fáum ekki launað verknám þurfum við flest öll að vinna líka sem skilar sér í rúmlega 16 tíma vinnudögum á spítalanum, þreytu, vanlíðan og streitu og í ofanálag er námið sjálft sem við þurfum að sinna. Sem á endanum skilar sér í kulnun og heilbrigðiskerfið missir hvern starfskraftinn á eftir öðrum sem skilar sér í enn meiri manneklu sem leiðir af sér enn meira álag og koll af kolli. Við erum föst í vítahring. Það er vel hægt að laga þetta ástand en það þarf vinnu og fjármagn til. Við erum í lykilstöðu til þess að hlúa betur að nemum í heilbrigðisgreinum, en allt of mörg dæmi eru um það að nýútskrifað fólk komi í kulnun út á vinnumarkaðinn. Of há prósenta hjúkrunarfræðinga hætta að vinna við hjúkrun fimm árum eftir útskrift. Það er staðreynd að nemar í heilbrigðisgeiranum halda heilbrigðiskerfinu uppi. Við getum ekki borið alla þá ábyrgð sem á okkur er lögð, ekki ólaunað. Röskva krefst þess fyrir stúdenta í heilbrigðisgreinum og sjúklinga að gerðar verði markvissar breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Heilbrigðiskerfið er undir og það varðar okkur öll. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun