Lán úr óláni Ísleifur Arnórsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Ein helsta forsendan fyrir jöfnu aðgengi allra að námi hefur um langa tíð verið námslánakerfið. Nú er þetta kerfi í basli með að rækja hlutverk sitt og virðist ganga gegn sjálfri hugsjóninni sem stendur því að baki: að tryggja stúdentum fjárhagslega burði til að stunda nám. Samkvæmt könnun SHÍ á fjárhagsstöðu stúdenta sem gerð var í apríl síðastliðnum segja tæplega 65% nemenda að námslánin þeirra dugi ekki til að framfleyta þeim og um 60% myndu hætta í vinnu ef námslán væru hagstæðari. Það er því greinilegt að eitthvað er að, en hvað nákvæmlega er það og hvernig liti betra námslánakerfi út? Námslánum er úthlutað úr Menntasjóði námsmanna (MSNM). Honum er sett ákveðin sjálfbærniskrafa sem segir einfaldlega að hann verði að standa undir sér – það á ekki að fara meira fé til lánþega en þeir geta greitt til baka. Ein afleiðing sjálfbærniskröfunnar er sú að öll afföll námslána leggjast á aðra námslánataka í formi vaxtahækkana. En ef sjóðurinn er leið ríkisins til að hjálpa borgurum sínum í gegnum háskólanám, hví lendir það á lánþegum að tryggja hag sjóðsins? Ef markmið sjóðsins væri það að vera sem hagstæðastur fyrir ríkið, þá stæði hann sig frábærlega - en eins og áður var getið er það ekki hugsjónin að baki MSNM. Eins og frægt er þá er veitt 30% niðurfelling á námslánum MSNM ef námi er lokið á tilsettum tíma, en þetta er í mörgum tilfellum óraunhæf krafa. Ýmislegt getur tafið námsframvindu, t.d. persónuleg áföll eða vandkvæðin sem fylgja því að vinna meðfram námi. Námslánakerfið tekur ekki nægilegt tillit til aðstæðna nemenda og við í Röskvu viljum því að það sé sniðið eftir norskri fyrirmynd þar sem niðurfellingar upp á 40% eru veittar í lok hverrar annar. Það myndi veita nemendum nauðsynlegt svigrúm og gefa okkur færi á að ljúka náminu á eigin forsendum. Nú er sóknarfæri til þess að bæta lagarammann í kringum lánasjóðinn, endurskoðun á lögunum verður ekki gerð aftur í bráð og það er nauðsynlegt að rödd stúdenta setji tóninn í því samtali. Síðastliðin sjö ár hefur Röskva náð talsverðum árangri, og nú er sérstaklega brýnt að skýr sýn með hagsmuni framtíðarinnar í fyrirrúmi ráði för við endurskoðun laga um Menntasjóðinn. Við í Röskvu ætlum, eins og við höfum ávallt gert, að berjast fyrir réttlátara háskólasamfélagi, þar sem jafnrétti er ekki bara hugsjón, heldur raunveruleiki. Til þess þurfum við þitt umboð, kæri stúdent: kjósum Röskvu á Uglunni þann 20. og 21. mars! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Hugvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar