„Við verðum að bregðast við þegar glugginn er opinn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 19. mars 2024 06:45 Drífa Jónasdóttir er sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hún segir innleiðingu verklagsins tíu ára verkefni. Vísir/Vilhelm Síðustu mánuði hefur Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, unnið að því að búa til samræmt verklag fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn til að fylgja þegar til þeirra leita einstaklingar sem hafa sætt heimilisofbeldi. Verklagið er tilbúið en forritarar hanna nú rafrænt skráningarkerfi svo hægt sé að koma því í prófun og svo framkvæmd. Verklagið er einn liður þess að styrkja enn frekar samstarf heilbrigðisyfirvalda og lögreglu þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Samstarfið var rætt á ráðstefnu fyrir fagfólk í gær en þar sagði fjöldi lögreglumanna, félagsráðgjafa og heilbrigðisstarfsmanna frá því hvernig þau hafa unnið að því síðustu ár að styrkja þetta samstarf, allt í þágu þolenda. „Við þurfum að hafa skýrt verklag þar sem við erum með rétta kanala og boðleiðir. Þar sem við getum fengið lögregluna og félagsráðgjafa og barnavernd inn í málin. Við þurfum að tala saman,“ segir Drífa og að innan verklagsins sé hlutverk hvers og eins skilgreint og útskýrt. „Læknir og hjúkrunarfræðingur taka blóðprufur og skoða áverka, meta og senda beiðnir og það er svo sent félagsráðgjafann sem tekur við og spyr hvort það hafi verið vopn og hvað með börnin. Þannig þarf ekki hjúkrunarfræðingurinn að gera allt og það er skýrt hvernig eigi að skipta verkum,“ segir Drífa og að samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun þurfi að vera rafrænt skráningarform. Þannig viti þau hvað sé best að gera við hvaða aðstæður. Flóknara en Word skjal Skráningarformið hafi farið í útboð og að landlæknisembættið sjái um þann hluta. Nú vinni forritarar að því að koma því upp og tengja það svo við Sögu – heilbrigðiskerfi. „Þetta er nefnilega aðeins flóknara en bara eitthvað Word skráningarform. Þetta er gagnvirk lausn sem kallar í beiðnir og rannsóknarniðurstöður og býr til dæmis sjálft til barnaverndartilkynningu ef þörf er á. Það er tengt við beiðnakerfið og þannig getur hjúkrunarfræðingur á Blönduósi sent beiðni á heimilisofbeldisteymið á Landspítalanum,“ segir Drífa og að þau bíði þess að forritararnir ljúki sinni vinnu. Málþingið var fjölsótt af heilbrigðisstarfsfólki og lögreglumönnum. Vísir/Vilhelm Eftir að þeirri vinnu lýkur þurfi allar gæðastjórar á heilbrigðisstofnunum um land allt að kynna verkefnið og innleiða það. Það þurfi að skilgreina hlutverk hvers og eins og kanna hvort að það sé starfsfólk á staðnum til að sinna því. Ef það er ekki þarf að ákveða hver gerir það og hvar á landinu sú manneskja er. „Það þarf að innleiða þetta með tilliti til mönnunar og aðstöðu á landsvísu og þegar því er lokið er hægt að segja að óháð búsetu og efnahag, staðsetningu og kyni og allar aðrar breytur en þá eigi fólk sem eru þolendur eða gerendur í heimilisofbeldismálum að fara í eitthvað ákveðið ferli þegar það klukkast í heilbrigðiskerfinu,“ segir Drífa og að þetta verklag og nýlegar lagabreytingar verði allt kynnt saman þegar rafræna skráningarformið liggur fyrir. Drífa segir að auk þessa verkefnis sé unnið að því að innleið samræmt verklag hvað varðar kynferðisofbeldi þannig að þolendur geti leitað sér aðstoðar alls staðar á landinu. Það eigi ekki alltaf að þurfa að vísa þolendum á bráðamóttökuna í Fossvogi. Áríðandi að koma áverkavottorðum til lögreglunnar Annað sem hafi verið gert sé að búa til rafræna gátt frá heilbrigðisþjónustu til lögreglunnar en í gáttinni sé til dæmis hægt að koma áfram áverkavottorði eða bráðabirgðavottorði. „Áverkavottorð þarf ekki alltaf að vera fullskrifað áverkavottorð um alla marbletti og hver skaðinn af þeim geti mögulega verið í framtíðinni. Það er nóg fyrir lögregluna á rannsóknarstigi að fá staðfestingu á komu,“ segir Drífa. Til að koma því til lögreglu sé nóg að gefa þeim afrit af bráðasjúkraskrá á ákveðnu tímabili. Til dæmis ef lögreglu er tilkynnt um atvik sem á sér stað 1. janúar getur lögreglan fengið afrit af skrá á fimm daga tímabili og með staðfestingu er hægt að senda það áfram á ákærusvið sem svo tekur ákvörðun um að hvort að það eigi að ákæra eða ekki. Þá þurfi ekki lengur að bíða eftir því að einhver læknir setjist niður og meti mögulega áverka hjá þolanda sem hann kannski hitti ekki. Drífa segir að gáttin sé tilbúin en að hún bíði samþykkis hjá Landspítalanum. „Ég er með sjálfa við í mikilli væntingarstjórnun við þessi verkefni,“ segir Drífa og að það sé eitt að búa til svona kerfi en annað að innleiða það og fá fólk með í það. „Ég held að þetta verði svona tíu ára prósess að koma þessu að.“ Á ég að gera það? Ráðstefnan var skipulögð af heilbrigðisráðuneytinu og embætti ríkislögreglustjóra og miðaði að því að tengja betur saman þjónustu þessara aðila við þolendur heimilisofbeldis. „Á ég að gera það? Samvinna í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis“ er yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin var í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hleypti ráðstefnunni úr vör en Sigríður er ein af þeim sem í raun hleypti slíkri samvinnu úr vör þegar hún starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Á hverju ári berast til lögreglu um 800 mál á ári um heimilisofbeldi. Flest brotin eru tilkynnt um helgar og eru framin af maka eða fyrrverandi maka. Börn eru skráð á staðinn í helmingi tilfella og er líkamlegt ofbeldi í 70 prósent tilkynntra mála. Stór meirihluti gerenda, eða 80 prósent, eru karlmenn en þeir eru líka um þriðjungur brotaþola. Fjórðungur gerenda er af erlendum uppruna og brotaþolar um 23 prósent. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri í dag en var áður lögreglustjóri á Suðurnesjum þar sem hún innleiddi fyrst lögreglustjóra samræmt verklag um heimilisofbeldi.Vísir/Vilhelm Hún sagði að þegar þessi hugmynd kom fyrst upp fyrir mörgum árum hafi það í raun verið fjarlægur draumur að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til að vinna saman í þágu þolenda heimilisofbeldis. Í dag séu samstarfsaðilarnir fleiri og nefndi sem dæmi skóla, sveitarlög og vinnustaðir. „Allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna,“ sagði Sigríður og að enn í dag væri heimilisofbeldi stór partur af hennar degi sem ríkislögreglustjóri. Hún sagði frá því hvernig samstarfið hófst, frá mikilli mótstöðu en einnig frá miklu og góðu samstarfi sem hefur fylgt síðan. Hún sagði árangurinn einnig mikinn en í dag eru ofbeldismál í nánu sambandi alls 50 prósent allra tilkynntra ofbeldismála en voru 20 prósent árið 2015 þegar þetta var að byrja. „Það má ekki gleyma því að helmingur af tilkynntum ofbeldisbrotum er vegna ofbeldis í nánum samböndum,“ sagði Sigríður. Sigríður nefndi nokkur verkefni sem unnið er að hjá ríkislögreglustjóra í tengslum við ofbeldisvarnir en þar má nefna til dæmis ofbeldisgáttina, 112.is, lands- og svæðissamráð, app sem bætir vinnu við áhættumat og nýtt verklag vegna barna og ungmenna. Hún sagði áríðandi að verkefnum tengdum heimilisofbeldi sé haldið í forgangi og að það þurfi að fylgjast vel með mögulegu bakslagi. Hún sagði mikilvægt að gefast ekki upp, láta af innbyrðis ágreiningi og að þessi ráðstefna skipti máli í því samhengi. Það sé þeirra að svara kallinu og þeirra verkefni, auk samfélagsins alls, að sinna því áfram. Ná mestum árangri saman Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum talaði um verkefnið sjálft sem hófst hjá embættinu og hefur verið haldið áfram þar. Hún sagði frá þróun verkefnisins og afurðum þess eins og Saman gegn ofbeldi og Bjarkarhlíð. „Saman getum við breytt þessu,“ sagði Alda Hrönn en að það sé erfiðarar þegar fólk vinnur eitt í sínu „sílói“. Hún sagði nokkrar ástæður fyrir því að þau fóru í þetta samstarf. Fá mál fengu framgang, úrræði eins og nálgunarbann var til staðar en ekki notað, skortur á stuðningi og ósamræmi í afgreiðslu mála og skráningu þeirra. Þá hafi „kerfið“ ekki litið heimilisofbeldi nógu alvarlegum augum. Það hafi mörgu verið breytt síðan, eins og það séu vettvangsrannsóknir, það eru framburðir teknir með líkamsmyndavélum, boðið strax upp á læknisskoðanir og félagsþjónusta og barnavernd boðuð strax á vettvang til að tryggja öryggi barna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sagði alltaf eiga að spyrja þolendur hvort að einhver viti allt og hvort að þau séu með útgönguáætlun á heimili sínu. Vísir/Arnar Alda Hrönn Jónsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum tók svo við en hún hefur einnig starfað að þessum málum allt frá því að verklaginu var fyrst komið á Suðurnesjum. Hún fór yfir verkferillinn, hvað sé mikilvægt að gera og aðkomu annarra fagstétta. Eins og félagsráðgjafa. Þau kunni að tala við fólk og geri lögreglu kleift að vinna að sinni rannsókn. Auk þess hafi þau upplýsingar um mögulegar tilkynningar sem lögregla hefur ekki. Þá eru meiri líkur á samvinnu með brotaþola. Alda Hrönn sagði árangurinn af þessu samstarfi mikinn og það mætti sjá þegar skoðað er hversu mörg mál fara nú áfram inn í réttarvörslukerfið miðað við það hvernig það var í upphafi, árið 2011. Á glæru sem hún sýndi í erindi sínu kom fram að árið 2011 fóru aðeins þrjú mál áfram. Eitt endaði með sýknu, eitt með því að refsingu var frestað í tvö ár og það þriðja með 30 daga skilorðsbundnum dóm. Ári seinna fóru fjögur mál áfram og þyngdust þá refsingar örlítið. Árið 2013 fóru fimm mál áfram og aftur þyngdust refsingar. Fjórum árum seinna, 2014, fóru svo 12 mál áfram og voru refsingar allt frá 60 dögum upp í níu mánuði. Þróun fjögurra ára þegar kemur að refsingum og málum sem fóru áfram til ákæruvalds. Vísir/Lovísa Alda Hrönn ræddi einnig í erindi sínu mikilvægi þess að barnavernd komi að málunum allt frá upphafi þeirra. „Börnin verða fyrir gríðarlegum áhrifum,“ sagði Alda Hrönn og að það skipti ekki máli hvort börn verði vitni að eða séu beitt ofbeldi. Þau upplifi það eins. Það sé því mikilvægt að öll tilvik og grunsemdir séu tilkynntar til barnaverndar. Börn eigi að njóta vafans og það verði að tryggja að öll atvik séu tilkynnt. Alda Hrönn sagði enn margar áskoranir. Það þurfi að auka forvarnir og fræðslu til fagfólks. Þá þurfi einnig að skoða betur orsakatengsl við aðra atburði. Sem dæmi séu konur líklegri til að fá heilablóðfall seinna hafi þær verið teknar kyrkingartaki en það er afar algengt að konur sem séu beittar ofbeldi í nánu sambandi lendi í því. Þá nefndi Alda Hrönn tvær lykilspurningar sem mikilvægt væri að spyrja þolendur að. „Er einhver sem veit allt? Og „ Ef allt fer úr böndunum ertu með neyðarplan?“ Hún sagði mikilvægt að lögregla og heilbrigðisstarfsfólk gæti að því hvernig þau tali við þolendur. Það gefi sér tíma til að heyra sögu þeirra og vinni þannig inn traust þeirra. Að lokum nefndi Alda Hrönn nokkur atriði sem hún myndi vilja sjá breytast. Eins og að þolendur geti gefið skýrslu án viðveru geranda, að áverkavottorð berist skjótt, að skilnaðarferli sé of langt fyrir konur í ofbeldissamböndum og að það þurfti að tryggja virkni nálgunarbanns. Þá sagði hún aðgengi að sálfræðiaðstoð fyrir þolendur enn of takmarkað og að í draumaheimi yrðu sakborningar skikkaðir í meðferð. „Við öll skiptum málu í þessu kerfi. Fólkið sem býr við ofbeldi þarf á okkur að halda,“ sagði Alda Hrönn og svaraði að lokum titli ráðstefnunnar með annarri spurningu „Af hverju ætti ég ekki að gera það?“ Stórt landsvæði og margir gestir Á ráðstefnunni fluttu nokkrir erindi um það hvernig hefur tekist að innleiða nýtt verklag utan höfuðborgarsvæðisins. Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fjallaði um innleiðingu verklags við þolendur kynferðisofbeldis í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Heildarfjöldi íbúa er um 33 þúsund en auk þess eru um átta þúsund sumarbústaðir í umdæminu og mikil ferðaþjónusta. Björk sagði að vinnan hefði hafist í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins en skýrsla hópsins kom út í desember. Hún sagði stofnun sína, HSU, dreifða yfir stórt landsvæði og að það sé áskorun. Innan HSU eru tíu heilsugæslur, tvö sjúkrahús á Selfossi og Vestmannaeyjum, fjögur hjúkrunarheimili og sjúkraflutningar sem fari um allt umdæmið. Það hafi því þurft að samræma verklag á miklu landsvæði Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur síðustu mánuði unnið að því að samræma verklag í umdæminu fyrir kynferðislegt ofbeldi. Vísir/Vilhelm „Að gera verklag fyrir stofnun er að gera verklag fyrir fólkið,“ sagði Björk. Hún sagði mikilvægt fyrir svona innleiðingu að fólki líði vel, verklagið sé aðgengilegt og starfsfólk geti fengið stuðning hvar og hvenær sem er. Verklagið megi ekki vera of langt og þurfi að vera lýsandi. Hún sagði margar áskoranir. Það séu til dæmis margar afleysingar í umdæminu. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem séu verktakar. Það geti einnig verið áskorun að þessar aðstæður koma ekki oft upp og þegar það gerist sé fólk hrætt um að klúðra málunum. Það verði stressað. Þess vegna sé gott verklag nauðsynlegt. Hún sagði að við innleiðingu hafi þurft að fara yfir mikinn fjölga gæðaskjala. Eins og móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings, hlutverk réttargæslumanns, blóð- og þvagsýnataka, gátlisti fyrir sýnatöku og afhending sakargagna til lögreglu. „Það er óþægilegt að vera heilbrigðisstarfsmaður, með litla reynslu og þurfa að leiðbeina þolanda í áfalli,“ sagði Björk og að það gæti breytt öllu fyrir starfsmann og þolanda að fá réttar leiðbeiningar. Björk sagði ákaflega áríðandi að verklagið væri skýrt fyrir alla starfsmenn. Vísir/Lovísa Hún sagði áríðandi fyrir hverja og eina heilbrigðisstofnun að vera með gagnlegar upplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar og að þær séu augljósar á síðunni. Starfsmenn þurfi að geta leiðbeint fólki að þessum upplýsingum. „Allar stöðvar eiga að geta mætt og tekið á móti þolendum ofbeldis. Það þarf bara að skilgreina hvaða þjónustu hver og einn þarf og hvað hver stöð getur gert. Þá virkjast rétt verkferli,“ sagði Björk og að næstu skref væru að kynna skjölin og verklagið fyrir stjórnendum og starfsmönnum. Það sé áskorun en að það sé mikilvægt. Fleiri símtöl betri en færri Lára Steinunn Vilbergsdóttir og Ragnheiður Braga Geirsdóttir félagsráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur fjölluðu um barnavernd, tilkynningarskylduna og samvinnu á milli kerfa. Þær sögðu mikilvægt að hringja og það strax. Það geri þeim vinnuna auðveldar og skiptir miklu máli fyrir börnin. „Við viljum að þið hringið,“ sögðu þær að fleiri símtöl væru betri en færri. Þær Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Agnes Björg Tryggvadóttir í heimilisofbeldisteymi Landspítalans ræddu um nýja þjónustu Landspítalans í heimilisofbeldismálum en þolendur eru til dæmis aðstoðaðir við kæruferlið og upplýstir um sín réttindi. Fjallað var um verklagið á Stöð 2 fyrr í vetur og er hægt að sjá viðtal við Jóhönnu Erlu um það hér að neðan. Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu talaði um samvinnu út frá sjónarhorni lögreglu. Hún sagði það mikinn mun fyrir lögreglumenn á vettvangi að geta veitt bjargir sem ekki voru til staðar áður. Það sé mikill munur eftir að félagsráðgjafar komu til staðar og að eftir að teymið kom til þá séu áverkavottorð að skila sér betur. Hún sagði þó þörf á því að kynna verklag lögreglu betur og að þau hafi verið í samstarfi við réttarmeinafræðinga til að vita hverju þau eigi að leita eftir. Hún sagði frá aðkomu lögreglu inni á heilbrigðisstofnunum. Í dag sé strax kallaður út rannsóknarlögreglumaður svo að þolandi þurfi ekki að endurtaka sig fyrir mörgum. Hann fái það hlutverk að ræða við þolanda. Þóra sagði þolendur ekki þurfa að kæra en að áverkavottorðið skipti máli ef þau ætli að gera það. Þóra Jónasdóttir stöðvarstjóri og aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti sagði margt hafa breyst í meðferð heimilisofbeldismála á hennar 38 ára ferli innan lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Þóra sagði mörg tækifæri til úrbóta. Til dæmis með auknu samstarfi við fyrri stig heilbrigðisþjónustu, eins og á heilsugæslu, að bið eftir áverkavottorðum sé stytt og að allar heilbrigðisstofnanir séu vakandi fyrir ofbeldi. Skimun sé mikilvægt tól í allri skoðun. „Við verðum að bregðast við þegar glugginn er opinn,“ sagði Þóra og að mikilvægt væri fyrir lögreglu að hlusta þegar hún kemur á vettvang. Ekki horfa bara á aðstæður, heldur að hlusta og bregðast við. Ef það sé ekki gert þá geti lögregla misst traust þolenda og að þeir hafi ekki aftur samband. Miklar áskoranir í dreifbýli Jónas Hallgrímur Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi, talaði um samvinnu á Vesturlandi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samstarf þeirra við aðrar stofnanir sé í mótun. Hann talaði um áskoranir í dreifbýli. „Það er stundum langt í hjálpina,“ sagði Jónas og að heilbrigðisþjónusta sé dreifð og að starfsfólk séu oft verktakar. Lögregla hafi lagt áherslu á að eiga í nánu samstarfi við til dæmis hjúkrunarfræðinga sem séu oftar búsettir á staðnum. Jónas sagði stundum „langt á milli brota“ og því ryðgi starfsmenn þegar kemur að verklagi. Fólk eða þolendur veigrar sér við því að leita sér aðstoðar og að þegar kallið kemur þá sé langt í sérhæfða hjálp. Veður geti tafið og færð. Jónas Hallgrímur Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi, segir það lykilatriði að halda samskiptaleiðum opnum. Vísir/Vilhelm „Þegar við komumst í útköllin og við erum að fara í heimilisofbeldi sem er yfirstandandi eða nýafstaðið eru þó allir með sitt á hreinu,“ sagði Jónas og að félagsráðgjafar og barnavernd sé kölluð með. Jónas sagði það þó tvennt ólíkt að takast á við yfirstandandi heimilisofbeldi eða eitthvað sem sé langvarandi. Það sé oft fólk sem vilji ekki hjálp og sæki hana ekki heldur. Ofbeldið sé vel falið en að oftast séu einhverjar vísbendingar til staðar. Á bráðamóttöku, leikskólum og annars staðar. Það sé þarna þar sem lögreglan vilji leggja meiri áherslu á að ná til fólks. Jónas sagði að þjónusta við þolendur þyrfti að vera auðfengin, heildstæð og fjölbreytt. Það þurfi að bjóða upp á þjónustuna ekki endilega ætlast til þess að fólk sæki hana. Jónas lýsti því að Vesturlandi hafi verið skipt upp í þrjú svæði og að á hverju svæði sé tveggja stoða kerfi, A og B. Innan stoðar A er rannsóknardeild, félagsmálayfirvöld og heilbrigðisstofnanir en í stoð B eru aðrar stofnanir eins og skólahjúkrunarfræðingar, félagsmiðstöðvar, félagsmálayfirvöld og skólakerfin, auk þeirra þriggja sem eru í stoð A. „Þarna ætlum við að vera með virkt samtal um hvað er í gangi í hverju samfélagi,“ sagði Jónas. Að í stoð B væru mánaðarlegir fundir en í stoð A væri samtalið alltaf opið. „Samskiptaleiðirnar eru opnar allar. Það er sítenging á milli þessara aðila og viðbrögðin þar af leiðandi sneggri,“ sagði Jónas. Þakklæti efst í huga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lokaði ráðstefnunni með ávarpi. Hann sagði þakklæti sér efst í huga og að ráðstefnan væri mikilvægur þáttur í þessu aukna samstarfi sem sé verið að fjalla um. Lögreglna og heilbrigðisyfirvöld séu sammála um að axla ábyrgð og það þurfi til að ná umbótum og árangri á þessu sviði. „Fyrir það er ég einstaklega þakklátur. Þessi málaflokkur er okkar hjartans mál,“ sagði Willum Þór og að hann hefði raunverulega fundið fyrir því í þann tíma sem hann hefur verið í stjórnmálum. Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Lögreglumál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. 27. febrúar 2024 09:58 Fjölskyldan lýsti áralöngu ofbeldi en ekki fallist á brot í nánu sambandi Pólskur fjölskyldufaðir hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og barnaverndarlagabrot gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Ekki var fallist á það með ákæruvaldinu að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi lýst áralöngu ofbeldi af hans hálfu. 5. febrúar 2024 16:06 Tvö heimilisofbeldismál og mannlaus bifreið í Heiðmörk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars tvo sem voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar á heimilisofbeldismálum. 5. desember 2023 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verklagið er einn liður þess að styrkja enn frekar samstarf heilbrigðisyfirvalda og lögreglu þegar kemur að heimilisofbeldismálum. Samstarfið var rætt á ráðstefnu fyrir fagfólk í gær en þar sagði fjöldi lögreglumanna, félagsráðgjafa og heilbrigðisstarfsmanna frá því hvernig þau hafa unnið að því síðustu ár að styrkja þetta samstarf, allt í þágu þolenda. „Við þurfum að hafa skýrt verklag þar sem við erum með rétta kanala og boðleiðir. Þar sem við getum fengið lögregluna og félagsráðgjafa og barnavernd inn í málin. Við þurfum að tala saman,“ segir Drífa og að innan verklagsins sé hlutverk hvers og eins skilgreint og útskýrt. „Læknir og hjúkrunarfræðingur taka blóðprufur og skoða áverka, meta og senda beiðnir og það er svo sent félagsráðgjafann sem tekur við og spyr hvort það hafi verið vopn og hvað með börnin. Þannig þarf ekki hjúkrunarfræðingurinn að gera allt og það er skýrt hvernig eigi að skipta verkum,“ segir Drífa og að samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun þurfi að vera rafrænt skráningarform. Þannig viti þau hvað sé best að gera við hvaða aðstæður. Flóknara en Word skjal Skráningarformið hafi farið í útboð og að landlæknisembættið sjái um þann hluta. Nú vinni forritarar að því að koma því upp og tengja það svo við Sögu – heilbrigðiskerfi. „Þetta er nefnilega aðeins flóknara en bara eitthvað Word skráningarform. Þetta er gagnvirk lausn sem kallar í beiðnir og rannsóknarniðurstöður og býr til dæmis sjálft til barnaverndartilkynningu ef þörf er á. Það er tengt við beiðnakerfið og þannig getur hjúkrunarfræðingur á Blönduósi sent beiðni á heimilisofbeldisteymið á Landspítalanum,“ segir Drífa og að þau bíði þess að forritararnir ljúki sinni vinnu. Málþingið var fjölsótt af heilbrigðisstarfsfólki og lögreglumönnum. Vísir/Vilhelm Eftir að þeirri vinnu lýkur þurfi allar gæðastjórar á heilbrigðisstofnunum um land allt að kynna verkefnið og innleiða það. Það þurfi að skilgreina hlutverk hvers og eins og kanna hvort að það sé starfsfólk á staðnum til að sinna því. Ef það er ekki þarf að ákveða hver gerir það og hvar á landinu sú manneskja er. „Það þarf að innleiða þetta með tilliti til mönnunar og aðstöðu á landsvísu og þegar því er lokið er hægt að segja að óháð búsetu og efnahag, staðsetningu og kyni og allar aðrar breytur en þá eigi fólk sem eru þolendur eða gerendur í heimilisofbeldismálum að fara í eitthvað ákveðið ferli þegar það klukkast í heilbrigðiskerfinu,“ segir Drífa og að þetta verklag og nýlegar lagabreytingar verði allt kynnt saman þegar rafræna skráningarformið liggur fyrir. Drífa segir að auk þessa verkefnis sé unnið að því að innleið samræmt verklag hvað varðar kynferðisofbeldi þannig að þolendur geti leitað sér aðstoðar alls staðar á landinu. Það eigi ekki alltaf að þurfa að vísa þolendum á bráðamóttökuna í Fossvogi. Áríðandi að koma áverkavottorðum til lögreglunnar Annað sem hafi verið gert sé að búa til rafræna gátt frá heilbrigðisþjónustu til lögreglunnar en í gáttinni sé til dæmis hægt að koma áfram áverkavottorði eða bráðabirgðavottorði. „Áverkavottorð þarf ekki alltaf að vera fullskrifað áverkavottorð um alla marbletti og hver skaðinn af þeim geti mögulega verið í framtíðinni. Það er nóg fyrir lögregluna á rannsóknarstigi að fá staðfestingu á komu,“ segir Drífa. Til að koma því til lögreglu sé nóg að gefa þeim afrit af bráðasjúkraskrá á ákveðnu tímabili. Til dæmis ef lögreglu er tilkynnt um atvik sem á sér stað 1. janúar getur lögreglan fengið afrit af skrá á fimm daga tímabili og með staðfestingu er hægt að senda það áfram á ákærusvið sem svo tekur ákvörðun um að hvort að það eigi að ákæra eða ekki. Þá þurfi ekki lengur að bíða eftir því að einhver læknir setjist niður og meti mögulega áverka hjá þolanda sem hann kannski hitti ekki. Drífa segir að gáttin sé tilbúin en að hún bíði samþykkis hjá Landspítalanum. „Ég er með sjálfa við í mikilli væntingarstjórnun við þessi verkefni,“ segir Drífa og að það sé eitt að búa til svona kerfi en annað að innleiða það og fá fólk með í það. „Ég held að þetta verði svona tíu ára prósess að koma þessu að.“ Á ég að gera það? Ráðstefnan var skipulögð af heilbrigðisráðuneytinu og embætti ríkislögreglustjóra og miðaði að því að tengja betur saman þjónustu þessara aðila við þolendur heimilisofbeldis. „Á ég að gera það? Samvinna í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis“ er yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin var í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hleypti ráðstefnunni úr vör en Sigríður er ein af þeim sem í raun hleypti slíkri samvinnu úr vör þegar hún starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Á hverju ári berast til lögreglu um 800 mál á ári um heimilisofbeldi. Flest brotin eru tilkynnt um helgar og eru framin af maka eða fyrrverandi maka. Börn eru skráð á staðinn í helmingi tilfella og er líkamlegt ofbeldi í 70 prósent tilkynntra mála. Stór meirihluti gerenda, eða 80 prósent, eru karlmenn en þeir eru líka um þriðjungur brotaþola. Fjórðungur gerenda er af erlendum uppruna og brotaþolar um 23 prósent. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri í dag en var áður lögreglustjóri á Suðurnesjum þar sem hún innleiddi fyrst lögreglustjóra samræmt verklag um heimilisofbeldi.Vísir/Vilhelm Hún sagði að þegar þessi hugmynd kom fyrst upp fyrir mörgum árum hafi það í raun verið fjarlægur draumur að fá lögreglu og heilbrigðisyfirvöld til að vinna saman í þágu þolenda heimilisofbeldis. Í dag séu samstarfsaðilarnir fleiri og nefndi sem dæmi skóla, sveitarlög og vinnustaðir. „Allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna,“ sagði Sigríður og að enn í dag væri heimilisofbeldi stór partur af hennar degi sem ríkislögreglustjóri. Hún sagði frá því hvernig samstarfið hófst, frá mikilli mótstöðu en einnig frá miklu og góðu samstarfi sem hefur fylgt síðan. Hún sagði árangurinn einnig mikinn en í dag eru ofbeldismál í nánu sambandi alls 50 prósent allra tilkynntra ofbeldismála en voru 20 prósent árið 2015 þegar þetta var að byrja. „Það má ekki gleyma því að helmingur af tilkynntum ofbeldisbrotum er vegna ofbeldis í nánum samböndum,“ sagði Sigríður. Sigríður nefndi nokkur verkefni sem unnið er að hjá ríkislögreglustjóra í tengslum við ofbeldisvarnir en þar má nefna til dæmis ofbeldisgáttina, 112.is, lands- og svæðissamráð, app sem bætir vinnu við áhættumat og nýtt verklag vegna barna og ungmenna. Hún sagði áríðandi að verkefnum tengdum heimilisofbeldi sé haldið í forgangi og að það þurfi að fylgjast vel með mögulegu bakslagi. Hún sagði mikilvægt að gefast ekki upp, láta af innbyrðis ágreiningi og að þessi ráðstefna skipti máli í því samhengi. Það sé þeirra að svara kallinu og þeirra verkefni, auk samfélagsins alls, að sinna því áfram. Ná mestum árangri saman Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum talaði um verkefnið sjálft sem hófst hjá embættinu og hefur verið haldið áfram þar. Hún sagði frá þróun verkefnisins og afurðum þess eins og Saman gegn ofbeldi og Bjarkarhlíð. „Saman getum við breytt þessu,“ sagði Alda Hrönn en að það sé erfiðarar þegar fólk vinnur eitt í sínu „sílói“. Hún sagði nokkrar ástæður fyrir því að þau fóru í þetta samstarf. Fá mál fengu framgang, úrræði eins og nálgunarbann var til staðar en ekki notað, skortur á stuðningi og ósamræmi í afgreiðslu mála og skráningu þeirra. Þá hafi „kerfið“ ekki litið heimilisofbeldi nógu alvarlegum augum. Það hafi mörgu verið breytt síðan, eins og það séu vettvangsrannsóknir, það eru framburðir teknir með líkamsmyndavélum, boðið strax upp á læknisskoðanir og félagsþjónusta og barnavernd boðuð strax á vettvang til að tryggja öryggi barna. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sagði alltaf eiga að spyrja þolendur hvort að einhver viti allt og hvort að þau séu með útgönguáætlun á heimili sínu. Vísir/Arnar Alda Hrönn Jónsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum tók svo við en hún hefur einnig starfað að þessum málum allt frá því að verklaginu var fyrst komið á Suðurnesjum. Hún fór yfir verkferillinn, hvað sé mikilvægt að gera og aðkomu annarra fagstétta. Eins og félagsráðgjafa. Þau kunni að tala við fólk og geri lögreglu kleift að vinna að sinni rannsókn. Auk þess hafi þau upplýsingar um mögulegar tilkynningar sem lögregla hefur ekki. Þá eru meiri líkur á samvinnu með brotaþola. Alda Hrönn sagði árangurinn af þessu samstarfi mikinn og það mætti sjá þegar skoðað er hversu mörg mál fara nú áfram inn í réttarvörslukerfið miðað við það hvernig það var í upphafi, árið 2011. Á glæru sem hún sýndi í erindi sínu kom fram að árið 2011 fóru aðeins þrjú mál áfram. Eitt endaði með sýknu, eitt með því að refsingu var frestað í tvö ár og það þriðja með 30 daga skilorðsbundnum dóm. Ári seinna fóru fjögur mál áfram og þyngdust þá refsingar örlítið. Árið 2013 fóru fimm mál áfram og aftur þyngdust refsingar. Fjórum árum seinna, 2014, fóru svo 12 mál áfram og voru refsingar allt frá 60 dögum upp í níu mánuði. Þróun fjögurra ára þegar kemur að refsingum og málum sem fóru áfram til ákæruvalds. Vísir/Lovísa Alda Hrönn ræddi einnig í erindi sínu mikilvægi þess að barnavernd komi að málunum allt frá upphafi þeirra. „Börnin verða fyrir gríðarlegum áhrifum,“ sagði Alda Hrönn og að það skipti ekki máli hvort börn verði vitni að eða séu beitt ofbeldi. Þau upplifi það eins. Það sé því mikilvægt að öll tilvik og grunsemdir séu tilkynntar til barnaverndar. Börn eigi að njóta vafans og það verði að tryggja að öll atvik séu tilkynnt. Alda Hrönn sagði enn margar áskoranir. Það þurfi að auka forvarnir og fræðslu til fagfólks. Þá þurfi einnig að skoða betur orsakatengsl við aðra atburði. Sem dæmi séu konur líklegri til að fá heilablóðfall seinna hafi þær verið teknar kyrkingartaki en það er afar algengt að konur sem séu beittar ofbeldi í nánu sambandi lendi í því. Þá nefndi Alda Hrönn tvær lykilspurningar sem mikilvægt væri að spyrja þolendur að. „Er einhver sem veit allt? Og „ Ef allt fer úr böndunum ertu með neyðarplan?“ Hún sagði mikilvægt að lögregla og heilbrigðisstarfsfólk gæti að því hvernig þau tali við þolendur. Það gefi sér tíma til að heyra sögu þeirra og vinni þannig inn traust þeirra. Að lokum nefndi Alda Hrönn nokkur atriði sem hún myndi vilja sjá breytast. Eins og að þolendur geti gefið skýrslu án viðveru geranda, að áverkavottorð berist skjótt, að skilnaðarferli sé of langt fyrir konur í ofbeldissamböndum og að það þurfti að tryggja virkni nálgunarbanns. Þá sagði hún aðgengi að sálfræðiaðstoð fyrir þolendur enn of takmarkað og að í draumaheimi yrðu sakborningar skikkaðir í meðferð. „Við öll skiptum málu í þessu kerfi. Fólkið sem býr við ofbeldi þarf á okkur að halda,“ sagði Alda Hrönn og svaraði að lokum titli ráðstefnunnar með annarri spurningu „Af hverju ætti ég ekki að gera það?“ Stórt landsvæði og margir gestir Á ráðstefnunni fluttu nokkrir erindi um það hvernig hefur tekist að innleiða nýtt verklag utan höfuðborgarsvæðisins. Björk Steindórsdóttir, yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, fjallaði um innleiðingu verklags við þolendur kynferðisofbeldis í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Heildarfjöldi íbúa er um 33 þúsund en auk þess eru um átta þúsund sumarbústaðir í umdæminu og mikil ferðaþjónusta. Björk sagði að vinnan hefði hafist í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins en skýrsla hópsins kom út í desember. Hún sagði stofnun sína, HSU, dreifða yfir stórt landsvæði og að það sé áskorun. Innan HSU eru tíu heilsugæslur, tvö sjúkrahús á Selfossi og Vestmannaeyjum, fjögur hjúkrunarheimili og sjúkraflutningar sem fari um allt umdæmið. Það hafi því þurft að samræma verklag á miklu landsvæði Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur síðustu mánuði unnið að því að samræma verklag í umdæminu fyrir kynferðislegt ofbeldi. Vísir/Vilhelm „Að gera verklag fyrir stofnun er að gera verklag fyrir fólkið,“ sagði Björk. Hún sagði mikilvægt fyrir svona innleiðingu að fólki líði vel, verklagið sé aðgengilegt og starfsfólk geti fengið stuðning hvar og hvenær sem er. Verklagið megi ekki vera of langt og þurfi að vera lýsandi. Hún sagði margar áskoranir. Það séu til dæmis margar afleysingar í umdæminu. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem séu verktakar. Það geti einnig verið áskorun að þessar aðstæður koma ekki oft upp og þegar það gerist sé fólk hrætt um að klúðra málunum. Það verði stressað. Þess vegna sé gott verklag nauðsynlegt. Hún sagði að við innleiðingu hafi þurft að fara yfir mikinn fjölga gæðaskjala. Eins og móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings, hlutverk réttargæslumanns, blóð- og þvagsýnataka, gátlisti fyrir sýnatöku og afhending sakargagna til lögreglu. „Það er óþægilegt að vera heilbrigðisstarfsmaður, með litla reynslu og þurfa að leiðbeina þolanda í áfalli,“ sagði Björk og að það gæti breytt öllu fyrir starfsmann og þolanda að fá réttar leiðbeiningar. Björk sagði ákaflega áríðandi að verklagið væri skýrt fyrir alla starfsmenn. Vísir/Lovísa Hún sagði áríðandi fyrir hverja og eina heilbrigðisstofnun að vera með gagnlegar upplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar og að þær séu augljósar á síðunni. Starfsmenn þurfi að geta leiðbeint fólki að þessum upplýsingum. „Allar stöðvar eiga að geta mætt og tekið á móti þolendum ofbeldis. Það þarf bara að skilgreina hvaða þjónustu hver og einn þarf og hvað hver stöð getur gert. Þá virkjast rétt verkferli,“ sagði Björk og að næstu skref væru að kynna skjölin og verklagið fyrir stjórnendum og starfsmönnum. Það sé áskorun en að það sé mikilvægt. Fleiri símtöl betri en færri Lára Steinunn Vilbergsdóttir og Ragnheiður Braga Geirsdóttir félagsráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur fjölluðu um barnavernd, tilkynningarskylduna og samvinnu á milli kerfa. Þær sögðu mikilvægt að hringja og það strax. Það geri þeim vinnuna auðveldar og skiptir miklu máli fyrir börnin. „Við viljum að þið hringið,“ sögðu þær að fleiri símtöl væru betri en færri. Þær Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Agnes Björg Tryggvadóttir í heimilisofbeldisteymi Landspítalans ræddu um nýja þjónustu Landspítalans í heimilisofbeldismálum en þolendur eru til dæmis aðstoðaðir við kæruferlið og upplýstir um sín réttindi. Fjallað var um verklagið á Stöð 2 fyrr í vetur og er hægt að sjá viðtal við Jóhönnu Erlu um það hér að neðan. Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu talaði um samvinnu út frá sjónarhorni lögreglu. Hún sagði það mikinn mun fyrir lögreglumenn á vettvangi að geta veitt bjargir sem ekki voru til staðar áður. Það sé mikill munur eftir að félagsráðgjafar komu til staðar og að eftir að teymið kom til þá séu áverkavottorð að skila sér betur. Hún sagði þó þörf á því að kynna verklag lögreglu betur og að þau hafi verið í samstarfi við réttarmeinafræðinga til að vita hverju þau eigi að leita eftir. Hún sagði frá aðkomu lögreglu inni á heilbrigðisstofnunum. Í dag sé strax kallaður út rannsóknarlögreglumaður svo að þolandi þurfi ekki að endurtaka sig fyrir mörgum. Hann fái það hlutverk að ræða við þolanda. Þóra sagði þolendur ekki þurfa að kæra en að áverkavottorðið skipti máli ef þau ætli að gera það. Þóra Jónasdóttir stöðvarstjóri og aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti sagði margt hafa breyst í meðferð heimilisofbeldismála á hennar 38 ára ferli innan lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Þóra sagði mörg tækifæri til úrbóta. Til dæmis með auknu samstarfi við fyrri stig heilbrigðisþjónustu, eins og á heilsugæslu, að bið eftir áverkavottorðum sé stytt og að allar heilbrigðisstofnanir séu vakandi fyrir ofbeldi. Skimun sé mikilvægt tól í allri skoðun. „Við verðum að bregðast við þegar glugginn er opinn,“ sagði Þóra og að mikilvægt væri fyrir lögreglu að hlusta þegar hún kemur á vettvang. Ekki horfa bara á aðstæður, heldur að hlusta og bregðast við. Ef það sé ekki gert þá geti lögregla misst traust þolenda og að þeir hafi ekki aftur samband. Miklar áskoranir í dreifbýli Jónas Hallgrímur Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi, talaði um samvinnu á Vesturlandi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samstarf þeirra við aðrar stofnanir sé í mótun. Hann talaði um áskoranir í dreifbýli. „Það er stundum langt í hjálpina,“ sagði Jónas og að heilbrigðisþjónusta sé dreifð og að starfsfólk séu oft verktakar. Lögregla hafi lagt áherslu á að eiga í nánu samstarfi við til dæmis hjúkrunarfræðinga sem séu oftar búsettir á staðnum. Jónas sagði stundum „langt á milli brota“ og því ryðgi starfsmenn þegar kemur að verklagi. Fólk eða þolendur veigrar sér við því að leita sér aðstoðar og að þegar kallið kemur þá sé langt í sérhæfða hjálp. Veður geti tafið og færð. Jónas Hallgrímur Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi, segir það lykilatriði að halda samskiptaleiðum opnum. Vísir/Vilhelm „Þegar við komumst í útköllin og við erum að fara í heimilisofbeldi sem er yfirstandandi eða nýafstaðið eru þó allir með sitt á hreinu,“ sagði Jónas og að félagsráðgjafar og barnavernd sé kölluð með. Jónas sagði það þó tvennt ólíkt að takast á við yfirstandandi heimilisofbeldi eða eitthvað sem sé langvarandi. Það sé oft fólk sem vilji ekki hjálp og sæki hana ekki heldur. Ofbeldið sé vel falið en að oftast séu einhverjar vísbendingar til staðar. Á bráðamóttöku, leikskólum og annars staðar. Það sé þarna þar sem lögreglan vilji leggja meiri áherslu á að ná til fólks. Jónas sagði að þjónusta við þolendur þyrfti að vera auðfengin, heildstæð og fjölbreytt. Það þurfi að bjóða upp á þjónustuna ekki endilega ætlast til þess að fólk sæki hana. Jónas lýsti því að Vesturlandi hafi verið skipt upp í þrjú svæði og að á hverju svæði sé tveggja stoða kerfi, A og B. Innan stoðar A er rannsóknardeild, félagsmálayfirvöld og heilbrigðisstofnanir en í stoð B eru aðrar stofnanir eins og skólahjúkrunarfræðingar, félagsmiðstöðvar, félagsmálayfirvöld og skólakerfin, auk þeirra þriggja sem eru í stoð A. „Þarna ætlum við að vera með virkt samtal um hvað er í gangi í hverju samfélagi,“ sagði Jónas. Að í stoð B væru mánaðarlegir fundir en í stoð A væri samtalið alltaf opið. „Samskiptaleiðirnar eru opnar allar. Það er sítenging á milli þessara aðila og viðbrögðin þar af leiðandi sneggri,“ sagði Jónas. Þakklæti efst í huga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lokaði ráðstefnunni með ávarpi. Hann sagði þakklæti sér efst í huga og að ráðstefnan væri mikilvægur þáttur í þessu aukna samstarfi sem sé verið að fjalla um. Lögreglna og heilbrigðisyfirvöld séu sammála um að axla ábyrgð og það þurfi til að ná umbótum og árangri á þessu sviði. „Fyrir það er ég einstaklega þakklátur. Þessi málaflokkur er okkar hjartans mál,“ sagði Willum Þór og að hann hefði raunverulega fundið fyrir því í þann tíma sem hann hefur verið í stjórnmálum.
Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Lögreglumál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. 27. febrúar 2024 09:58 Fjölskyldan lýsti áralöngu ofbeldi en ekki fallist á brot í nánu sambandi Pólskur fjölskyldufaðir hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og barnaverndarlagabrot gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Ekki var fallist á það með ákæruvaldinu að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi lýst áralöngu ofbeldi af hans hálfu. 5. febrúar 2024 16:06 Tvö heimilisofbeldismál og mannlaus bifreið í Heiðmörk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars tvo sem voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar á heimilisofbeldismálum. 5. desember 2023 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Áralangt heimilisofbeldi náði nýjum hæðum á Spáni Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ökklabrjóta konu sína til 55 ára í sumarhúsi þeirra á Spáni. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fyrirvaralaust sparkað í konu sína með þeim afleiðingum að hún tvíbrotnaði á ökkla. 27. febrúar 2024 09:58
Fjölskyldan lýsti áralöngu ofbeldi en ekki fallist á brot í nánu sambandi Pólskur fjölskyldufaðir hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og barnaverndarlagabrot gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Ekki var fallist á það með ákæruvaldinu að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi lýst áralöngu ofbeldi af hans hálfu. 5. febrúar 2024 16:06
Tvö heimilisofbeldismál og mannlaus bifreið í Heiðmörk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars tvo sem voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar á heimilisofbeldismálum. 5. desember 2023 06:15