Af hverju eru næringarsnauð matvæli í forgrunni við íþróttaiðkun barna okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 19. mars 2024 07:00 Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun