Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 10:31 Geir Sveinsson lætur af störfum sem bæjarstjóri í dag eftir að hafa sinnt starfinu í tvö ár. Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Geir fær greidd laun vegna starfsloka í samræmi við ráðningarsamning. Geir var með 1.750.000 í mánaðarlaun sem bæjarstjóri. Í ráðningarsamningi er kveðið á um sex mánaða uppsagnarfrest á samningi en að þau falli fái hann starf annar staðar. Séu nýju launin lægri falla þau ekki niður heldur skerðist greiðslan. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs hefur verið falið að finna arftaka Geirs. Þar til þeirri leit lýkur mun Helga sinna starfi bæjarstjóra. Helga Kristjánsdóttir er staðgengill bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Helga Sjálfstæðismenn sátu hjá Þar kemur einnig fram að tillagan um starfslok hans hafi verið samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en fulltrúar minnihlutans í D-listanum í Hveragerði sátu hjá við afgreiðsluna. Geir sagði í yfirlýsingu í gær að það væri léttir að losna undan „eitraðri menningu minnihlutans“. Hann hefði viljað ljúka sínu starfi en að það væri ákveðinn léttir að hætta. „Sem nýr bæjarstjóri hjá nýjum meirihluta í Hveragerði leiddi Geir mörg krefjandi verkefni farsællega. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur,” segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í tilkynningu frá bænum. Í tilkynningu segir að frá því að hann tók við störfum hafi verið unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og stækkun leik- og grunnskóla, ný sorphirða verið innleidd, vinnu við stækkun íþróttahúss hrint úr vör sem og vinnu við hönnun nýs gervigrasvallar. Þá var ráðist í stefnumótun og breytingar á skipuriti bæjarins, fræðslu- og velferðarsviði komið á fót, lækkun leikskólagjalda, frístundastyrkur hækkaður verulega og fráveitumál eru komin á áætlun. „Það voru forréttindi að fá að starfa sem bæjarstjóri í Hveragerði. Mér var vel tekið af starfsfólki og íbúum. Það er hins vegar svo að stundum gengur fólk ekki í takt og því er farsælast fyrir alla að ég láti nú af störfum. Um það vorum við meirihlutinn í bæjarstjórn sammála. Ég stíg sáttur frá borði og er stoltur af þeim verkefnum sem við komum til leiða. Ég á eftir að sakna samstarfsfólks míns en óska þeim velfarnaðar í komandi verkefnum. Þá vil ég skila þakklæti fyrir samstarfið til meirihlutans í Okkar Hveragerði og Framsókn með velfarnaðaróskum í komandi verkefnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá sveitarfélaginu,” segir Geir Sveinsson. Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Geir fær greidd laun vegna starfsloka í samræmi við ráðningarsamning. Geir var með 1.750.000 í mánaðarlaun sem bæjarstjóri. Í ráðningarsamningi er kveðið á um sex mánaða uppsagnarfrest á samningi en að þau falli fái hann starf annar staðar. Séu nýju launin lægri falla þau ekki niður heldur skerðist greiðslan. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs hefur verið falið að finna arftaka Geirs. Þar til þeirri leit lýkur mun Helga sinna starfi bæjarstjóra. Helga Kristjánsdóttir er staðgengill bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Helga Sjálfstæðismenn sátu hjá Þar kemur einnig fram að tillagan um starfslok hans hafi verið samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en fulltrúar minnihlutans í D-listanum í Hveragerði sátu hjá við afgreiðsluna. Geir sagði í yfirlýsingu í gær að það væri léttir að losna undan „eitraðri menningu minnihlutans“. Hann hefði viljað ljúka sínu starfi en að það væri ákveðinn léttir að hætta. „Sem nýr bæjarstjóri hjá nýjum meirihluta í Hveragerði leiddi Geir mörg krefjandi verkefni farsællega. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur,” segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í tilkynningu frá bænum. Í tilkynningu segir að frá því að hann tók við störfum hafi verið unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og stækkun leik- og grunnskóla, ný sorphirða verið innleidd, vinnu við stækkun íþróttahúss hrint úr vör sem og vinnu við hönnun nýs gervigrasvallar. Þá var ráðist í stefnumótun og breytingar á skipuriti bæjarins, fræðslu- og velferðarsviði komið á fót, lækkun leikskólagjalda, frístundastyrkur hækkaður verulega og fráveitumál eru komin á áætlun. „Það voru forréttindi að fá að starfa sem bæjarstjóri í Hveragerði. Mér var vel tekið af starfsfólki og íbúum. Það er hins vegar svo að stundum gengur fólk ekki í takt og því er farsælast fyrir alla að ég láti nú af störfum. Um það vorum við meirihlutinn í bæjarstjórn sammála. Ég stíg sáttur frá borði og er stoltur af þeim verkefnum sem við komum til leiða. Ég á eftir að sakna samstarfsfólks míns en óska þeim velfarnaðar í komandi verkefnum. Þá vil ég skila þakklæti fyrir samstarfið til meirihlutans í Okkar Hveragerði og Framsókn með velfarnaðaróskum í komandi verkefnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá sveitarfélaginu,” segir Geir Sveinsson.
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53