Ekki brennimerkja börn! Viðar Eggertsson skrifar 23. mars 2024 11:00 Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Einu sinni sat ég til borðs í hádegisverði með stjórnanda sviðslistastofnunarinnar Kennedy Center í Washington í boði hans. Það fór mjög vel á með okkur, en það runnu á mig tvær grímur þegar hann fór að tala um „ópíum“. Hversu mikilvægt það væri að fara vel með „ópíum“ sem manni væri trúað fyrir. Hann hélt áfram þessu tali eins og ekkert væri og ég varð æ kindarlegri. Hvert var maðurinn að fara?! Það var liðið ansi langt á orðræðuna þar til rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn var ekki að tala um eiturlyfið ópíum! Hann var að tala um almannafé sem er á ensku „Other Peoples Money“, skammstafað OPM. Allt annað mál! Nú vorum við sko að tala saman. Ég gat tekið heilshugar undir með honum að ef maður er í þeirri stöðu að vera trúað fyrir almannafé þá ber manni að umgangast það af nærgætni og virðingu. Útdeilir því af sterkri siðferðisvitund og réttlætiskennd. Eyðir því ekki heldur ver því til góðra verka/góðverka. Sterk siðferðisvitund Almennt er ég hlynntur því að opinbert fé, skattfé, sé notað til tekjujöfnunar og ráðstöfun þess til einstaklinga sé þá tekjutengd. En það er ekki einhlítt og á ekki að vera það. Þar þarf einnig að koma til sterk siðferðisvitund. Ekki setja sig bara í hin auðveldu og jákvæðu spor gefandans, heldur og ekki síður, í spor þess sem situr uppi með hlutskipti þiggjandans. Það getur verið afar erfitt hlutskipti að vera þiggjandi, ekki síst þegar bent er á þig og þú merktur hlutskipti þínu. Siðferði þess sem gefur er afar mikilvægt, að það sé vandað og gjöfin verði ekki til vansa fyrir þann sem þiggur í neyð. Börn eru viðkvæmur hópur Þegar kemur að börnum þá þarf að ráðstafa almannafé til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu þannig að það verði þeim ekki til hneisu. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar sem bera enga ábyrgð á fjárhagslegri stöðu foreldra sinna. Um 13% barna á Íslandi alast upp í fátækt. Það eru um 10.000 börn. Það er þeim erfitt að skera sig ekki úr. Því flest þeirra eru flesta daga innan um önnur börn og samanburður á stöðu verður oft svo augljós að þau verða berskjölduð. Þau skera sig auðveldlega úr og það er okkar sem samfélag að vera opin fyrir því og bregðast þannig við að þau þurfi ekki að upplifa daglega hneisu vegna þeirrar stöðu sem þau eru í, stöðu sem þau bera enga ábyrgð á. Skólinn á ekki að vera jarðsprengjusvæði Það er mikilvægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvænlegt að mæta öðrum börnum þar. Að öll börn njóti jafnræðis og góðs atlætis og að skólinn verði ekki jarðsprengjusvæði mismununar og eineltis. Börn eru auðveldlega útsett fyrir slíku ef við grípum ekki inn í. Skyldunám á ekki að vera þeim kvalræði vegna fátæktar sem gerir þau útsett fyrir daglegri niðurlægingu. Öll börn eiga að njóta gjaldfrjálsrar skólagöngu og jafnræðis án tillits til fjárhags forráðamanna. Það er mikið fagnaðarefni að sitjandi stjórnvöld skuli loks vera tilbúin til að gefa í tilfærslukerfi okkar. Stærstu tíðindin eru fríar skólamáltíðir fyrir öll börn, án tillits til efnahags foreldra. Börn fá að njóta vafans. Brennimerkjum þau Ekki síður eru það stór tíðindi, en þó ekki svo óvænt, að áhrifamikið sveitarstjórnarfólk á vegum Sjálfstæðisflokksins vítt og breitt um allt land rís upp unnvörpum og bregst illa við og hefur uppi háreysti gegn þessu fyrirkomulagi. Þeim finnst að ekki eigi að leggja öll börn að jöfnu. Stéttamunurinn verði að sjást og fréttast. Aðeins börnum frá fátækum heimilum eigi að vera skammtað á diska af drýldni skammtarans og yfirlæti: „Sko, hvað ég er góður við aumingjann, þetta fær hann ókeypis af því að ég er svo góður.“ Því það skal sko sjást hvað það er svo miklu sælla að gefa en þiggja. Það eigi að sjást skýrt í skólamötuneytinu, upp á hvern dag, hvaða börn eru frá fátækum heimilum og þiggja ölmusur. Niðurlægja þau. Minna þau á og aðra hver þau séu. Brennimerkja þau fátækt. Ég var eitt sinn fátækt barn svo ég þekki það af eigin raun sem barn að vera ofurseldur „góðmennsku“ Sjálfstæðisflokksins og það var raun, sársaukafull raun. Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun