Í góðri trú þegar hún kallaði mann nauðgara með barnagirnd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:15 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir Landsréttur hefur sýknað konu af kröfum manns sem höfðaði mál á hendur henni, vegna ærumeiðandi ummæla í einkaskilaboðum og Facebook-hópi. Fallist var á að ummælin, sem sneru að því að maðurinn væri nauðgari og með barnagirnd, væru ærumeiðandi en að konan hafi verið í góðri trú. Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var. Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira