Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 19:59 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Viðvörunin innihélt meiri upplýsingar en birtar voru degi síðar en Bandaríkjamenn vöruðu sérstaklega við árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP. Bandaríkjamenn sögðust hafa fylgst náið með hópnum og töldu ógnina trúverðuga, samkvæmt heimildarmönnum New York Times úr leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Degi síðar, þann 7. mars, þegar opinbera viðvörunin var birt lýstu forsvarsmenn Leyniþjónustu Rússlands (FSB) því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti því þó yfir, nokkrum dögum síðar, að opinbera viðvörunin væri tilraun til kúgunar og henni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Þremur dögum eftir það, ruddust fjórir menn inn í tónleikahúsið og hófu þar skothríð. Á þrettán mínútum er talið að þeir hafi skotið um fimm hundruð skotum og kveikt í húsinu. Að minnsta kosti 143 eru dánir vegna árásarinnar og er óttast að talan gæti hækkað enn frekar þar sem fregnir hafa borist af því að margra sé saknað. Mennirnir flúðu af vettvangi eftir árásina og eru sagðir hafa verið handteknir á leið til Úkraínu. Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur Kreml í ríkisreknum miðlum og annars staðar hafa ítrekað haldið því fram að árásarmennirnir tengist Úkraínu og hafa einnig bendlað Bandaríkin og Bretland við árásina. Í frétt New York Times segir að í nýlegu minnisblaði frá leyniþjónustum Rússlands hafi verið varað við aukinni hættu á árásum öfgamanna frá Tadsíkistan sem tengdust ISKP. Mennirnir fjórir sem hafa verið handteknir fyrir að fremja árásina eru allir frá Tadsíkistan. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Talsmaður samtakanna ítrekaði í yfirlýsingu sem birt var í dag vegna tíu ára afmælis stofnunar Kalífadæmisins að vígamenn samtakanna hefðu gert árásina í Moskvu og aðrar í Mið-Asíu, einkum í Íran. Íslamska ríkið í Khorasan er iðulega kallað ISIS-K en réttara er að kalla þau ISKP, þar sem skammstöfunin ISIS er tilvísun í Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. ISKP er Íslamska ríkið í Khorasan. Talsmaðurinn vísaði til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá kallaði hann eftir frekari árásum um heiminn allan. Þúsundir Rússa gengu til liðs við kalífadæmi ISIS á árum áður. Hafa einbeint sér að annars konar „öfgamönnum“ Í viðtölum við NYT segja embættismenn í Bandaríkjunum og Evrópu að þó viðvörun hafi verið gefin út um mögulega hættu sé erfitt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þeir segja þó að Pútín hafi notað leyniþjónustur Rússlands gegn mótmælendum og andstæðingum ríkisstjórnar sinnar í Rússlandi og að starfsmenn FSB hafi sömuleiðis einblínt á Úkraínu og Vesturlönd. Sjá einnig : Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Sú deild FSB sem á að stöðva öfgamenn af ýmsu tagi hefur tekið við sífellt fleiri verkefnum þar sem skilgreiningin á öfgamönnum hefur víkkað töluvert. Á undanförnum árum hefur þessi deild að mestu beitt sér gegn íslömskum öfgamönnum og ný-nasistum en við listann hafa bæst pólitískir aðgerðasinnar, stuðningsmenn Alexei Navalní, hinsegin fólk, Vottar Jehófa og alls konar aðgerðasinnar. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja útsendara þessarar deildar hafa komið að því að eitra fyrir Navalní á sínum tíma. Listi yfir skráð öfgasamtök í Rússlandi hefur lengst gífurlega á undanförnum árum. Hundruðum samtaka hefur verið bætt við hann. „Í raun er FSB pólitískt afl og endurspeglar áhyggjur Kreml,“ segir einn sérfræðingur bresku hugveitunnar RUSI, elstu hugveitu heims sem fjallar um hernaðarmál. Hann segir stjórnvöld í Rússlandi einbeita sér að því að beita FSB gegn pólitískum andstæðingum og Úkraínumönnum.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bandaríkin Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. 24. mars 2024 21:37
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02