„Takk Þórkatla fyrir ekki neitt“ Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 10:32 Grindvíkingurinn Soffía Snædís hvetur Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóra Þórkötlu til að girða sig í brók. vísir/samsett Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar. Þórkatla er fasteignafélag sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Soffía Snædís segir nú fjórar vikur liðnar frá því opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga en margir sitji nú eftir með sárt ennið og tapi öllu sínu. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup var fullyrt að ferlið tæki um tvær til fjórar vikur. En sú sé ekki raunin og ekki heyrist múkk frá Þórkötlu, að sögn Soffíu Snædísar. Framkvæmdastjóri félagsins, Örn Viðar Skúlason, láti ekkert í sér heyra. „Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? Tvær vikur? mánuð.“ Soffía Snædís segir marga Grindvíkinga vera að brenna inni með tilboð sín í aðrar eignir. Hún hafi heyrt að rafræn lausn sé að tefja ferlið en ef svo sé verði að bretta upp ermar og boða Grindvíkinga til undirritunar með gamla laginu. „Girðið ykkur í brók!“ segir Soffía Snædís og bætir við: „Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt!“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir 546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04 Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. 21. febrúar 2024 20:34 Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þórkatla er fasteignafélag sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Soffía Snædís segir nú fjórar vikur liðnar frá því opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga en margir sitji nú eftir með sárt ennið og tapi öllu sínu. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup var fullyrt að ferlið tæki um tvær til fjórar vikur. En sú sé ekki raunin og ekki heyrist múkk frá Þórkötlu, að sögn Soffíu Snædísar. Framkvæmdastjóri félagsins, Örn Viðar Skúlason, láti ekkert í sér heyra. „Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? Tvær vikur? mánuð.“ Soffía Snædís segir marga Grindvíkinga vera að brenna inni með tilboð sín í aðrar eignir. Hún hafi heyrt að rafræn lausn sé að tefja ferlið en ef svo sé verði að bretta upp ermar og boða Grindvíkinga til undirritunar með gamla laginu. „Girðið ykkur í brók!“ segir Soffía Snædís og bætir við: „Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt!“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir 546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04 Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. 21. febrúar 2024 20:34 Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04
Ungir fasteignaeigendur tapi öllu við uppkaup ríkisins Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. 21. febrúar 2024 20:34
Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. 8. mars 2024 11:53