Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 10:53 Bjarni og Þórdís voru í stíl í bláu þegar Bjarni afhendi Þórdísi lyklana að utanríkisráðuneytinu aftur. Vísir/Vilhelm „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18