„Það má ekki missa kjarkinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 20:01 Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Vísir/Arnar Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri er meðal þeirra átta sem bæjarstjórn Grindavíkur heiðraði á afmælishátíð bæjarins í dag fyrir menningarstörf í bæjarfélaginu. Hann hefur um árabil rekið netaverkstæði í bænum og er einn eiganda veitingahússins Bryggjunnar. Þá gaf hann út bókina Grindavíkurblús á síðasta ári. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir en ætlar aftur heim. „Staðan er auðvitað grafalvarleg hér í Grindavík. En það má ekki missa kjarkinn. Við erum um það bil að snúa dæminu við. Við ætlum að snúa aftur heim. Það er ekkert að húsinu mínu. Ég bý hérna í vesturbæ Grindavíkur. Það eru öll hús vestan Víkurbrautar í fínu lagi og skólinn þar með. Mér skilst að leikskólinn sé það líka. Þannig að það á alveg að vera hægt með ákveðinni varkárni að koma sér heim sem fyrst. Ég hef til dæmis verið í bænum undanfarið en konan hefur svolítið hrædd við það en hún er að koma til. Hún mætir mjög fljótlega örugglega nú í apríl,“ segir Aðalgeir. Leysa heimsmálin á korteri Hann er ánægður með viðbrögð landsmanna undanfarið. „Ég svakalega stoltur yfir íslenskri þjóð. Hvað hún hefur tekið á móti okkur Grindvíkingum í þessum vandræðum. Bæði ríkisstjórn og almenningur. Ég á því láni að fagna að fá að drekka kaffi á Kaffivagninum Það er yndislegt að hitta karlana þar og leysa heimsmálin eins og við gerðum hérna í Grindavík. Þar er engin vandi að leysa heimsmálin á korteri eða svo,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir er sannfærður að líf verði komið í Grindavík á næstu mánuðum. Það er engan bilbug á mér að finna. Við komum hérna mjög fljótlega. Ég held að það verði hópur manna kominn þegar fer að sumra betur og lauf farin að sjást á trjánum. Golfvöllurinn er í fínu lagi. Menn fara að spila þar mjög fljótlega,“ segir Aðalgeir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning