Atvinnurekendur sligi kerfið með kröfum um vottorð Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2024 12:49 Jóhann Páll segir atvinnurekendur noti kröfuna umveikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki. Og hann spurði Willum Þór hvað hann ætlaði að gera í því. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að í heilbrigðiskerfinu fari allt of mikill tími í skriffinnsku og alltof lítill tími í að sinna sjúklingum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“ Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta kom fram í fyrirspurnartíma í morgun en þar kvaddi Jóhann Páll sér hljóðs og vildi tala um heilbrigðiskerfið og þá heilsugæsluna sérstaklega en þar hefur staðan þyngst gríðarlega á undanförnum árum. Heilsugæslan fær stöðugt flóknari verkefni í fangið án þess að sú þjónusta sé fjármögnuð almennilega. „Bið eftir þjónustu lengist og mönnunarvandinn ágerist, þá er skriffinnska og vottorðagerð, og handtök fyrir framan tölvuskjá í handónýtu og úreltu sjúkraskrárkerfi, að aukast með hverju árinu,“ sagði Jóhann Páll og brýndi þá raustina: „504.670 vottorð á þriggja ára tímabili hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og mikið til vottorð vegna skammtímaveikinda,“ sagði Jóhann Páll. Og greindi frá því að hann hefði rætt við heimilislækni á dögunum. Þessi mynd var tekin á gangi fyrir neðan Læknavaktina síðdegis í gær. Eins og hún sýnir glögglega er ástand þegar heilsugæslustöðvarnar loka. Þangað leitar fólk ef það fær ekki tíma á heilsugæslustöðvum.aðsend „Hann lýsti því þannig að hann væri aftur og aftur að finna sig, nauðugan viljugan, í einhvers konar varðhundshlutverki fyrir atvinnurekendur, sem væru að nota kröfuna um veikindavottorð sem ögunartæki gagnvart starfsfólki, og alltaf auðvitað lágtekjufólki og innflytjendum.“ Þetta sagði þingmaðurinn misnotkun á heilbrigðiskerfinu og hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hvað hann hyggðist gera í þessu? „Ætlar ráðherra ekkert að gera með tillögur frá starfshópi um vottorðagerð sem skilaði af sér fyrir hátt í tveimur árum, hvað er að frétta? Til hvaða aðgerða ætlar hæstvirtur heilbrigðisráðherra að grípa til að heilbrigðisstarfsfólk geti varið minni tíma í skriffinnsku og meiri tíma í að sinna sjúklingum?“
Alþingi Heilbrigðismál Heilsugæsla Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira