Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 93-75 | Grindvíkingar flugu inn í undanúrslitin Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 20:40 Eve Braslis var frábær í kvöld. Vísir/Diego Grindvíkingar tóku á móti Þórsurum í Smáranum í kvöld í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Grindavík leiddi fyrir kvöldið 2-0 í einvíginu og því tímabilið undir hjá gestunum. Grindvíkingar höfðu skorað grimmt á Þór í fyrstu tveimur leikjunum, tæp 100 stig að meðaltali og miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun var útlit fyrir að það meðaltal myndi ekki lækka. Það sem var Þórsurum kannski til happs var að Grindvíkingar voru líkt og í hinum leikjunum ekki að leggja sig mikið fram í vörninni. Heimakonur voru þó engu að síður í bílstjórasætinu og leiddu með 5-10 stigum allan fyrri hálfleikinn. Þórsarar voru að komast mikið á vítalínuna sem hjálpaði þeim að halda muninum niðri og þriggjastiga flautukarfa frá Hrefnu Ottósdóttur þýddi að munurinn var aðeins sjö stig í hálfleik, 47-40. Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn af krafi og tvöfölduðu forskotið á rúmum tveimur mínútum. Þær misstu svo Dani Rodriguez út af með fimm villur áður en leikhlutinn var á enda en það virtist ekki koma að sök. Heimakonur að hitta vel fyrir utan en þær voru með 40 prósent nýtingu í lok þriðja leikhluta og staðan 73-58. Þórsarar gáfust aldrei upp en Grindvíkingar voru bara einu númeri of stórir. Munurinn fór í 20 stig og þar með var þetta eiginlega í höfn þó það væri nóg eftir. Þórsarar héldu samt áfram, tökum það ekki af þeim meðan að Grindvíkingar virtust bara vera að bíða eftir að leikurinn væri búinn og gerðu það sem gera þurfti til að klára. Lokatölur í Smáranum í dag 93-75 og heimakonur því á leið í 4-liða úrslit eftir að hafa klárað þetta einvígi 3-0. Atvik leiksins Þegar fyrri hálfleikur var um það bil að klárast héldu Þórsarar í sókn og Grindvíkingar pressuðu stíft allan völlinn. Slökkt hafði verið á skotklukkunni en Þórsarar tóku sér drjúgan tíma í að komast yfir miðju og fundu að lokum Hrefnu í horninu sem setti niður flautuþrist. Þetta atvik hefði getað sveiflað leiknum yfir til Þórs en gerði þó ekki þar sem Grindvíkingar komu afar ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Það stoppaði þó ekki Þorleif Ólafsson þjálfara Grindavíkur í að lesa dómurnum pistilinn en hann virtist vera afar ósáttur með að enginn af dómurunum hafi verið að telja hvort það tók Þór átta sekúndur að komast yfir miðju. Dómurunum til varnar þá tók það sennilega undir átta sekúndum. Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins var Eva Brasils sem steig upp í stigaskori. Hún skoraði grimmt í teignum og var þrír af fjórum í þristum. 26 stig frá henni og tíu fráköst. Þá var Sarah Mortensen frábær í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 15 stig en hafði hægara um sig í seinni, 19 stig alls frá henni. Hjá Þór var þeirra helsta stjarna Lore Devos sem skoraði 24 stig. Eva og Hrefna skiluðu sínu, 26 stig frá þeim samanlagt en það má kannski setja nettan skúrkastimpil á Maddie Sutton sem skoraði aðeins níu stig í kvöld. Ef Þór á að leggja Grindavík verða atvinnumennirnir í liðinu að skila sínu sóknarlega og rúmlega það. Dómarar Dómarar leiksins voru þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Jón Þór Eyþórsson. Kristinn er ekki vinsælasti maðurinn í Grindavík þessa dagana eftir fíaskóið í kringum leikbann DeAndre Kane og það mun sennilega ekki breytast eftir þennan leik. Þórsarar tóku 17 vítaskot í fyrri hálfleik en Grindavík aðeins þrjú, ellefu villar dæmdar á Grindvík en aðeins fjórar á Þórsara. Nokkrir afar sérstakir dómar féllu í þessum leik Grindvíkingum í mót. Þannig fékk Dagný Lísa dæmda á sig villu þegar hún lá í gólfinu en skömmu síðar var ekkert dæmt á Evu Wium þegar hún lá í gólfinu og tæklaði Heklu Eik niður en Hekla fékk tæknivillu dæmda á sig þegar hún benti dómurunum á misræmið. Svo fauk Danielle Rodriguez út af með fimm villur í þriðja leikhluta en fimmta villan kom þegar hún var að reyna að berjast í gegnum hindrun og úr blaðamannastúkunni virtist það vera fullkomlega lögleg hreyfing en dómarar leiksins voru ekki sammála. Dómaratríóið fær ekki háa einkunn fyrir frammistöðu kvöldsins en sem betur fer hafði sú frammistaða ekki úrslitaáhrif á útkomu leiksins. Stemming og umgjörð Grindavíkingar rifu grillið fram í Smáranum í kvöld og var ástríðukokkurinn Gummi Bergmann mættur á grillið í snjókomunni. Stórt hrós á Grindavík fyrir að fíra upp í grillinu en það virðist oft gleymast fyrir kvennaleiki heilt yfir. Alls voru tólf áhorfendur mættir Þórsmegin og Grindvíkingar hefðu eflaust ekki slegið hendinni á móti betri mætingu sín megin en það heyrðist ekki mikið í þeim sem voru á annað borð mættir. Grindvíkingar söknuðu Stinningskalda í kvöld en aðeins ungliðahreyfing sveitarinnar var mætt. Mögulega smá ryð í mönnum eftir ferðina á Krókinn í gær. Viðtöl Hekla Eik: „Það er nóg til að bæta og nóg sem við munum bæta“ Hekla Eik Nökkvadóttir faðmar fyrirliðann sinn, Huldu Björk ÓlafsdótturVísir/Hulda Margrét Hekla Eik Nökkvadóttir, leikmaður Grindavíkur, var sátt með seríuna gegn Þórsurum en sagði að liðið ætti nóg inni og eitt og annað sem þyrfti að fínpússa fyrir framhaldið. „Við reyndum okkar besta bara en það er ennþá margt sem við þurfum að fínpússa til að komast á næsta „level“. Það er nóg til að bæta og nóg sem við munum bæta.“ Hekla missti af drjúgum parti af tímabilinu vegna meiðsla. Hún er ekki alveg 100 prósent ennþá en segir þó að meiðslin trufli hana ekki lengur. „Ég er ennþá með beinmar þannig að það er alltaf eitthvað pínu en ekkert sem að truflar mig. Tekur smá tíma að koma sér inni í þetta bara.“ Það liggur ekki ljóst fyrir hverjir næstu Grindvíkingar verða og Hekla á sér enga draumaandstæðinga í næstu umferð, enda skipti það engu máli þegar upp er staðið. „Getum fundið út næsta plan og undirbúið sig aðeins betur. Það eru engir draumaandstæðingar, bara hvaða lið sem er, við ætlum að vinna þær allar.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Þór Akureyri
Grindvíkingar tóku á móti Þórsurum í Smáranum í kvöld í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Grindavík leiddi fyrir kvöldið 2-0 í einvíginu og því tímabilið undir hjá gestunum. Grindvíkingar höfðu skorað grimmt á Þór í fyrstu tveimur leikjunum, tæp 100 stig að meðaltali og miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun var útlit fyrir að það meðaltal myndi ekki lækka. Það sem var Þórsurum kannski til happs var að Grindvíkingar voru líkt og í hinum leikjunum ekki að leggja sig mikið fram í vörninni. Heimakonur voru þó engu að síður í bílstjórasætinu og leiddu með 5-10 stigum allan fyrri hálfleikinn. Þórsarar voru að komast mikið á vítalínuna sem hjálpaði þeim að halda muninum niðri og þriggjastiga flautukarfa frá Hrefnu Ottósdóttur þýddi að munurinn var aðeins sjö stig í hálfleik, 47-40. Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn af krafi og tvöfölduðu forskotið á rúmum tveimur mínútum. Þær misstu svo Dani Rodriguez út af með fimm villur áður en leikhlutinn var á enda en það virtist ekki koma að sök. Heimakonur að hitta vel fyrir utan en þær voru með 40 prósent nýtingu í lok þriðja leikhluta og staðan 73-58. Þórsarar gáfust aldrei upp en Grindvíkingar voru bara einu númeri of stórir. Munurinn fór í 20 stig og þar með var þetta eiginlega í höfn þó það væri nóg eftir. Þórsarar héldu samt áfram, tökum það ekki af þeim meðan að Grindvíkingar virtust bara vera að bíða eftir að leikurinn væri búinn og gerðu það sem gera þurfti til að klára. Lokatölur í Smáranum í dag 93-75 og heimakonur því á leið í 4-liða úrslit eftir að hafa klárað þetta einvígi 3-0. Atvik leiksins Þegar fyrri hálfleikur var um það bil að klárast héldu Þórsarar í sókn og Grindvíkingar pressuðu stíft allan völlinn. Slökkt hafði verið á skotklukkunni en Þórsarar tóku sér drjúgan tíma í að komast yfir miðju og fundu að lokum Hrefnu í horninu sem setti niður flautuþrist. Þetta atvik hefði getað sveiflað leiknum yfir til Þórs en gerði þó ekki þar sem Grindvíkingar komu afar ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Það stoppaði þó ekki Þorleif Ólafsson þjálfara Grindavíkur í að lesa dómurnum pistilinn en hann virtist vera afar ósáttur með að enginn af dómurunum hafi verið að telja hvort það tók Þór átta sekúndur að komast yfir miðju. Dómurunum til varnar þá tók það sennilega undir átta sekúndum. Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins var Eva Brasils sem steig upp í stigaskori. Hún skoraði grimmt í teignum og var þrír af fjórum í þristum. 26 stig frá henni og tíu fráköst. Þá var Sarah Mortensen frábær í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 15 stig en hafði hægara um sig í seinni, 19 stig alls frá henni. Hjá Þór var þeirra helsta stjarna Lore Devos sem skoraði 24 stig. Eva og Hrefna skiluðu sínu, 26 stig frá þeim samanlagt en það má kannski setja nettan skúrkastimpil á Maddie Sutton sem skoraði aðeins níu stig í kvöld. Ef Þór á að leggja Grindavík verða atvinnumennirnir í liðinu að skila sínu sóknarlega og rúmlega það. Dómarar Dómarar leiksins voru þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem og Jón Þór Eyþórsson. Kristinn er ekki vinsælasti maðurinn í Grindavík þessa dagana eftir fíaskóið í kringum leikbann DeAndre Kane og það mun sennilega ekki breytast eftir þennan leik. Þórsarar tóku 17 vítaskot í fyrri hálfleik en Grindavík aðeins þrjú, ellefu villar dæmdar á Grindvík en aðeins fjórar á Þórsara. Nokkrir afar sérstakir dómar féllu í þessum leik Grindvíkingum í mót. Þannig fékk Dagný Lísa dæmda á sig villu þegar hún lá í gólfinu en skömmu síðar var ekkert dæmt á Evu Wium þegar hún lá í gólfinu og tæklaði Heklu Eik niður en Hekla fékk tæknivillu dæmda á sig þegar hún benti dómurunum á misræmið. Svo fauk Danielle Rodriguez út af með fimm villur í þriðja leikhluta en fimmta villan kom þegar hún var að reyna að berjast í gegnum hindrun og úr blaðamannastúkunni virtist það vera fullkomlega lögleg hreyfing en dómarar leiksins voru ekki sammála. Dómaratríóið fær ekki háa einkunn fyrir frammistöðu kvöldsins en sem betur fer hafði sú frammistaða ekki úrslitaáhrif á útkomu leiksins. Stemming og umgjörð Grindavíkingar rifu grillið fram í Smáranum í kvöld og var ástríðukokkurinn Gummi Bergmann mættur á grillið í snjókomunni. Stórt hrós á Grindavík fyrir að fíra upp í grillinu en það virðist oft gleymast fyrir kvennaleiki heilt yfir. Alls voru tólf áhorfendur mættir Þórsmegin og Grindvíkingar hefðu eflaust ekki slegið hendinni á móti betri mætingu sín megin en það heyrðist ekki mikið í þeim sem voru á annað borð mættir. Grindvíkingar söknuðu Stinningskalda í kvöld en aðeins ungliðahreyfing sveitarinnar var mætt. Mögulega smá ryð í mönnum eftir ferðina á Krókinn í gær. Viðtöl Hekla Eik: „Það er nóg til að bæta og nóg sem við munum bæta“ Hekla Eik Nökkvadóttir faðmar fyrirliðann sinn, Huldu Björk ÓlafsdótturVísir/Hulda Margrét Hekla Eik Nökkvadóttir, leikmaður Grindavíkur, var sátt með seríuna gegn Þórsurum en sagði að liðið ætti nóg inni og eitt og annað sem þyrfti að fínpússa fyrir framhaldið. „Við reyndum okkar besta bara en það er ennþá margt sem við þurfum að fínpússa til að komast á næsta „level“. Það er nóg til að bæta og nóg sem við munum bæta.“ Hekla missti af drjúgum parti af tímabilinu vegna meiðsla. Hún er ekki alveg 100 prósent ennþá en segir þó að meiðslin trufli hana ekki lengur. „Ég er ennþá með beinmar þannig að það er alltaf eitthvað pínu en ekkert sem að truflar mig. Tekur smá tíma að koma sér inni í þetta bara.“ Það liggur ekki ljóst fyrir hverjir næstu Grindvíkingar verða og Hekla á sér enga draumaandstæðinga í næstu umferð, enda skipti það engu máli þegar upp er staðið. „Getum fundið út næsta plan og undirbúið sig aðeins betur. Það eru engir draumaandstæðingar, bara hvaða lið sem er, við ætlum að vinna þær allar.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti