Hlutabréfafjárfesting er langtímafjárfesting Davíð Björnsson skrifar 17. apríl 2024 12:31 Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Fjármálamarkaðir Íslandsbanki Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun