Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 16:39 Börn að leik í Grindavík árið 2020. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænumá fjórum stöðum. „Bærinn mun uppfylla fræðsluskyldu sína með samningum við önnur sveitarfélög og greiða fyrir þjónustu þeirra við leik- og grunnskólabörn. Unnið er að því að foreldrar og forráðamenn hafi sveigjanleika við val á leik- og grunnskóla fyrir sín börn með tilliti til aðstæðna hverju sinni, félagslegra tengsla, námsþarfa o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Boðið verður upp á sálfélagslegan stuðning fyrir börn og ungmenni og sérstakar móttökuáætlanir verða í leik- og grunnskólum. Eftirfylgni verður með skólagöngu og þjónustu við grindvísk börn og fylgst verður með líðan þeirra og skólasókn. „Með ákvörðun sinni vill bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barna og minnka álag á fjölskyldur frá Grindavík. Þá er markmiðið að tryggja börnum og ungmennum gott umhverfi fyrir leik og nám, vinna gegn félagslegri einangrun og tilfinningalegum erfiðleikum,“ segir í tilkynningunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, bendir á að safnskólafyrirkomulagið hafi aldrei verið hugsað sem framtíðarskipulag skólastarfs. „Áhrif náttúruhamfaranna á líf bæjarbúa hafa verið gríðarleg og nú blasir nýr veruleiki við okkur – uppkaup ríkisins á fasteignum eru hafin, lögheimilisflutningum frá Grindavík fjölgar og fyrirsjáanlegt tekjufall sveitarfélagsins er mikið. Það er okkar skylda að bregðast við og búa svo um hnútana fjárhagslega að bærinn okkar geti tekið við sér hratt og örugglega þegar aðstæður leyfa. Farsæld barna og ungmenna er í algjörum forgangi og ákvörðun um skólahald er tekin á þeim grundvelli,“ er haft eftir Ásrúnu Helgu í tilkynningunni. Grunnskólar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænumá fjórum stöðum. „Bærinn mun uppfylla fræðsluskyldu sína með samningum við önnur sveitarfélög og greiða fyrir þjónustu þeirra við leik- og grunnskólabörn. Unnið er að því að foreldrar og forráðamenn hafi sveigjanleika við val á leik- og grunnskóla fyrir sín börn með tilliti til aðstæðna hverju sinni, félagslegra tengsla, námsþarfa o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Boðið verður upp á sálfélagslegan stuðning fyrir börn og ungmenni og sérstakar móttökuáætlanir verða í leik- og grunnskólum. Eftirfylgni verður með skólagöngu og þjónustu við grindvísk börn og fylgst verður með líðan þeirra og skólasókn. „Með ákvörðun sinni vill bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barna og minnka álag á fjölskyldur frá Grindavík. Þá er markmiðið að tryggja börnum og ungmennum gott umhverfi fyrir leik og nám, vinna gegn félagslegri einangrun og tilfinningalegum erfiðleikum,“ segir í tilkynningunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, bendir á að safnskólafyrirkomulagið hafi aldrei verið hugsað sem framtíðarskipulag skólastarfs. „Áhrif náttúruhamfaranna á líf bæjarbúa hafa verið gríðarleg og nú blasir nýr veruleiki við okkur – uppkaup ríkisins á fasteignum eru hafin, lögheimilisflutningum frá Grindavík fjölgar og fyrirsjáanlegt tekjufall sveitarfélagsins er mikið. Það er okkar skylda að bregðast við og búa svo um hnútana fjárhagslega að bærinn okkar geti tekið við sér hratt og örugglega þegar aðstæður leyfa. Farsæld barna og ungmenna er í algjörum forgangi og ákvörðun um skólahald er tekin á þeim grundvelli,“ er haft eftir Ásrúnu Helgu í tilkynningunni.
Grunnskólar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16