Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 16:39 Börn að leik í Grindavík árið 2020. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænumá fjórum stöðum. „Bærinn mun uppfylla fræðsluskyldu sína með samningum við önnur sveitarfélög og greiða fyrir þjónustu þeirra við leik- og grunnskólabörn. Unnið er að því að foreldrar og forráðamenn hafi sveigjanleika við val á leik- og grunnskóla fyrir sín börn með tilliti til aðstæðna hverju sinni, félagslegra tengsla, námsþarfa o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Boðið verður upp á sálfélagslegan stuðning fyrir börn og ungmenni og sérstakar móttökuáætlanir verða í leik- og grunnskólum. Eftirfylgni verður með skólagöngu og þjónustu við grindvísk börn og fylgst verður með líðan þeirra og skólasókn. „Með ákvörðun sinni vill bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barna og minnka álag á fjölskyldur frá Grindavík. Þá er markmiðið að tryggja börnum og ungmennum gott umhverfi fyrir leik og nám, vinna gegn félagslegri einangrun og tilfinningalegum erfiðleikum,“ segir í tilkynningunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, bendir á að safnskólafyrirkomulagið hafi aldrei verið hugsað sem framtíðarskipulag skólastarfs. „Áhrif náttúruhamfaranna á líf bæjarbúa hafa verið gríðarleg og nú blasir nýr veruleiki við okkur – uppkaup ríkisins á fasteignum eru hafin, lögheimilisflutningum frá Grindavík fjölgar og fyrirsjáanlegt tekjufall sveitarfélagsins er mikið. Það er okkar skylda að bregðast við og búa svo um hnútana fjárhagslega að bærinn okkar geti tekið við sér hratt og örugglega þegar aðstæður leyfa. Farsæld barna og ungmenna er í algjörum forgangi og ákvörðun um skólahald er tekin á þeim grundvelli,“ er haft eftir Ásrúnu Helgu í tilkynningunni. Grunnskólar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænumá fjórum stöðum. „Bærinn mun uppfylla fræðsluskyldu sína með samningum við önnur sveitarfélög og greiða fyrir þjónustu þeirra við leik- og grunnskólabörn. Unnið er að því að foreldrar og forráðamenn hafi sveigjanleika við val á leik- og grunnskóla fyrir sín börn með tilliti til aðstæðna hverju sinni, félagslegra tengsla, námsþarfa o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Boðið verður upp á sálfélagslegan stuðning fyrir börn og ungmenni og sérstakar móttökuáætlanir verða í leik- og grunnskólum. Eftirfylgni verður með skólagöngu og þjónustu við grindvísk börn og fylgst verður með líðan þeirra og skólasókn. „Með ákvörðun sinni vill bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barna og minnka álag á fjölskyldur frá Grindavík. Þá er markmiðið að tryggja börnum og ungmennum gott umhverfi fyrir leik og nám, vinna gegn félagslegri einangrun og tilfinningalegum erfiðleikum,“ segir í tilkynningunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, bendir á að safnskólafyrirkomulagið hafi aldrei verið hugsað sem framtíðarskipulag skólastarfs. „Áhrif náttúruhamfaranna á líf bæjarbúa hafa verið gríðarleg og nú blasir nýr veruleiki við okkur – uppkaup ríkisins á fasteignum eru hafin, lögheimilisflutningum frá Grindavík fjölgar og fyrirsjáanlegt tekjufall sveitarfélagsins er mikið. Það er okkar skylda að bregðast við og búa svo um hnútana fjárhagslega að bærinn okkar geti tekið við sér hratt og örugglega þegar aðstæður leyfa. Farsæld barna og ungmenna er í algjörum forgangi og ákvörðun um skólahald er tekin á þeim grundvelli,“ er haft eftir Ásrúnu Helgu í tilkynningunni.
Grunnskólar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Aftur skólaskylda fyrir grindvísk börn Skólaskylda mun aftur taka gildi fyrir börn frá Grindavík þann 4. janúar. Það er eftir að undanþága var veitt vegna rýmingar bæjarins. 7. desember 2023 21:16