Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 06:38 Chuck Schumer sagði samþykkt pakkans til marks um skuldbindingu Bandaríkjanna til að standa vörð um lýðræðið. Úkraínumenn hafa beðið aðstoðarinnar á meðan Rússar hafa sótt fram. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. „Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
„Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent