Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 79-83 | Grænar stálu heimavellinum í Smáranum Siggeir Ævarsson skrifar 28. apríl 2024 21:45 Selena Lott var stigahæst Njarðvíkurkvenna í kvöld. Vísir/Anton Brink Grindavík tók á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanliða úrslitum Subway-deildar kvenna í sveiflukenndum leik, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fór það svo að „gestirnir“ úr Njarðvík unnu fjögurra stiga sigur. Sóknarleikur Grindvíkinga var mjög stirður til að byrja með en liðið skoraði aðeins fjögur stig á fyrstu fimm mínútunum og Danille Rodriguez skoraði þau öll. Varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður. Njarðvíkingar fengu mikið af opnum færum og ef þær klikkuðu sóttu þær bara sóknarfráköst en liðið tók alls fimm sóknarfráköst í leikhlutanum. Grindvíkingar rönkuðu aðeins við sér eftir því sem leið á leikhlutann en Njarðvíkingar virkuðu mun einbeittari og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 16-23. Heimakonur náðu að herða vörnina vel í 2. leikhluta, raunar svo hressilega að bæði Emile Hesseldal og Jana Falsdóttir meiddust. Emilie kom aftur inn eftir aðhlynningu en Jana þurfti að fara á sjúkrahús með skurð í eyra. Njarðvíkingar skoruðu aðeins 16 stig í leikhlutanum en Grindvíkingar náðu þó ekki að færa sér það fyllilega í nyt. Unnu leikhlutann þó með þremur og staðan í hálfleik 35-39. Boðið var upp á miklar sveiflur og tilfinningahita í 3. leikhluta. Dani fór út af tímabundið með sína fjórðu villu en Grindvíkingum gekk betur að skora en fram að þessum tímapunkti og komust yfir. Njarðvík aftur á móti lokaði leikhlutanum með stórum þristi frá Eno Viso og leiddu með fimm fyrir lokaátökin, staðan 56-61 Í fjórða leikhluta var komið að Danielle Rodriguez sýningunni en hún setti 15 stig á um það bil tveimur mínútum og sneri leiknum við nánast ein síns liðs. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, brenndi tvö leikhlé með nánast engu millibili. Þætti Dani lauk svo mjög skyndilega þegar hún fékk sína fimmtu villu þegar hún braut klaufalega á Lott í þristi, en Lott setti öll vítin. Þar með fjaraði algerlega undan sóknarleik Grindvíkinga og Njarðvíkingar gengu á lagið og eru búnir að stela heimavellinum. Lokatölur í Smáranum 79-83. Atvik leiksins Í stöðunni 76-71 tók Dani Rodriguez þá stórundarlegu ákvörðun að reyna af öllum mætti að hindra Selenu Lott í að skora þriggja stiga körfu. Það fór ekki betur en svo að hún braut á henni og fékk sína fimmtu villu. Dani hafði á þeim tímapunkti skorað 15 stig í röð en Grindavík skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar þær tæpu fjórar mínútur sem voru eftir af leiknum. Blaðamaður hafði ætlað að fá Dani í viðtal eftir leik en hætti sér ekki nærri því þrumuskýi sem sveif yfir henni þegar hún strunsaði til búningsklefa. Stjörnur og skúrkar Dani Rodriguez tekur báða þessa titla í kvöld. Grindvíkingar misstu leikinn einfaldlega úr höndunum þegar hún fór út af en hún hafði áður tekið leikinn yfir nánast ein síns liðs. 28 stig frá henni, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Þrír leikmenn Njarðvíkur fá stjörnunafnbótina í kvöld. Selena Lott, sem skoraði 30 stig og var mjög illviðráðanleg. Ena Viso sem skoraði fimm þrista í sjö tilraunum og að lokum verður að geta Láru Ásgeirsdóttur, sem skoraði tvær rándýrar körfur í blálokin þegar Njarðvík innsiglaði sigurinn. Dómarar Dómararar kvöldsins voru þeir Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Þeir komust ágætlega frá leiknum sem var fast leikinn en sumar villur voru þó af ódýrari kantinum. Dani Rodriguez er til dæmis örugglega ekki sammála því að þetta hafi verið ágætlega dæmt en það er eins og það er. Þeir félagar fá einnig plús í kladdann fyrir það hvernig þeir tóku á því þegar Rúnar Ingi missti sig á hliðarlínunni. Þeir ræddu bara málin og engin fékk tæknivillu. Stemming og umgjörð Grindvíkingar hafa gefið það út að það verði öllu tjaldað til fyrir alla leiki bæði kvenna og karla. Það var búið að kveikja upp í grillinu tveimur tímum fyrir leik og rífandi stemming í græna herberginu. Þegar kom að leikmannakynningu var svo kveikt á gulum og bláum ljóskösturum. Alvöru stemming í Smáranum í kvöld, verst að Grindvíkingar fylgdu peppinu fyrir leik ekki eftir með mætingu í stúkuna og grænklæddir þá enn síður. Hvar var Stinningskaldi segi ég nú bara? Viðtöl Þorleifur Ólafsson: „Við byrjum náttúrulega byrjuðum leikinn alveg ömurlega“ Þessi mynd af Lalla var ekki tekin í kvöld en lýsir sennilega vel tilfinningum hans í byrjun leiksVísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gaf lítið fyrir það að vera búinn að missa heimaleikjaréttinn en tók undir þá greiningu blaðamanns að leikurinn hefði runnið Grindvíkingum úr greipum þegar Dani Rodriguez fór út af með fimm villur. „Klárlega, og ég er kannski vonsvikinn með það hvernig við missum kjarkinn þegar hún fer út af. Svekkjandi og vont klárlega að missa hana út af með fimm villur.“ Það er þó ekki þannig að Dani sé eini leikmaðurinn í liði Grindavíkur sem getur skorað körfur. Hefðu ekki aðrir leikmenn átt að grípa slakann þegar hún hvarf á braut? „Jú, klárlega. Þær voru að skipta svolítið vel á okkur og við ekki að bregðast nógu rétt við því. Kannski að ráðast á á vitlausum augnablikum í staðinn fyrir að láta bara boltann ganga aðeins betur og taka besta möguleikann. En þetta er bara 1-0, heimavöllur og ekki heimavöllur. Það er frábært að spila í Njarðvík og við getum alveg unnið þar eins og hér.“ Varnarleikur Grindvíkinga var ekki upp á marga fiska í byrjun og var Þorleifur ómyrkur í máli spurður út í frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Við byrjum náttúrulega byrjuðum leikinn alveg ömurlega og að mínu mati fljótlega þá erum við að fara svolítið út úr því sem við höfum verið að vinna með. Ég á eftir að skoða þetta aðeins betur því ég tel að þegar við vorum að standa okkar og vorum með okkar á hreinu þá áttu þær erfitt með að skora. En þegar við vorum ekki alveg að treysta „prógramminu“ og treysta færslunum þá voru þær oft að fá galopin skot og galopin sniðskot sem að við þurfum að stoppa.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Grindavík tók á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanliða úrslitum Subway-deildar kvenna í sveiflukenndum leik, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fór það svo að „gestirnir“ úr Njarðvík unnu fjögurra stiga sigur. Sóknarleikur Grindvíkinga var mjög stirður til að byrja með en liðið skoraði aðeins fjögur stig á fyrstu fimm mínútunum og Danille Rodriguez skoraði þau öll. Varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður. Njarðvíkingar fengu mikið af opnum færum og ef þær klikkuðu sóttu þær bara sóknarfráköst en liðið tók alls fimm sóknarfráköst í leikhlutanum. Grindvíkingar rönkuðu aðeins við sér eftir því sem leið á leikhlutann en Njarðvíkingar virkuðu mun einbeittari og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 16-23. Heimakonur náðu að herða vörnina vel í 2. leikhluta, raunar svo hressilega að bæði Emile Hesseldal og Jana Falsdóttir meiddust. Emilie kom aftur inn eftir aðhlynningu en Jana þurfti að fara á sjúkrahús með skurð í eyra. Njarðvíkingar skoruðu aðeins 16 stig í leikhlutanum en Grindvíkingar náðu þó ekki að færa sér það fyllilega í nyt. Unnu leikhlutann þó með þremur og staðan í hálfleik 35-39. Boðið var upp á miklar sveiflur og tilfinningahita í 3. leikhluta. Dani fór út af tímabundið með sína fjórðu villu en Grindvíkingum gekk betur að skora en fram að þessum tímapunkti og komust yfir. Njarðvík aftur á móti lokaði leikhlutanum með stórum þristi frá Eno Viso og leiddu með fimm fyrir lokaátökin, staðan 56-61 Í fjórða leikhluta var komið að Danielle Rodriguez sýningunni en hún setti 15 stig á um það bil tveimur mínútum og sneri leiknum við nánast ein síns liðs. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, brenndi tvö leikhlé með nánast engu millibili. Þætti Dani lauk svo mjög skyndilega þegar hún fékk sína fimmtu villu þegar hún braut klaufalega á Lott í þristi, en Lott setti öll vítin. Þar með fjaraði algerlega undan sóknarleik Grindvíkinga og Njarðvíkingar gengu á lagið og eru búnir að stela heimavellinum. Lokatölur í Smáranum 79-83. Atvik leiksins Í stöðunni 76-71 tók Dani Rodriguez þá stórundarlegu ákvörðun að reyna af öllum mætti að hindra Selenu Lott í að skora þriggja stiga körfu. Það fór ekki betur en svo að hún braut á henni og fékk sína fimmtu villu. Dani hafði á þeim tímapunkti skorað 15 stig í röð en Grindavík skoraði aðeins þrjú stig til viðbótar þær tæpu fjórar mínútur sem voru eftir af leiknum. Blaðamaður hafði ætlað að fá Dani í viðtal eftir leik en hætti sér ekki nærri því þrumuskýi sem sveif yfir henni þegar hún strunsaði til búningsklefa. Stjörnur og skúrkar Dani Rodriguez tekur báða þessa titla í kvöld. Grindvíkingar misstu leikinn einfaldlega úr höndunum þegar hún fór út af en hún hafði áður tekið leikinn yfir nánast ein síns liðs. 28 stig frá henni, sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Þrír leikmenn Njarðvíkur fá stjörnunafnbótina í kvöld. Selena Lott, sem skoraði 30 stig og var mjög illviðráðanleg. Ena Viso sem skoraði fimm þrista í sjö tilraunum og að lokum verður að geta Láru Ásgeirsdóttur, sem skoraði tvær rándýrar körfur í blálokin þegar Njarðvík innsiglaði sigurinn. Dómarar Dómararar kvöldsins voru þeir Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Þeir komust ágætlega frá leiknum sem var fast leikinn en sumar villur voru þó af ódýrari kantinum. Dani Rodriguez er til dæmis örugglega ekki sammála því að þetta hafi verið ágætlega dæmt en það er eins og það er. Þeir félagar fá einnig plús í kladdann fyrir það hvernig þeir tóku á því þegar Rúnar Ingi missti sig á hliðarlínunni. Þeir ræddu bara málin og engin fékk tæknivillu. Stemming og umgjörð Grindvíkingar hafa gefið það út að það verði öllu tjaldað til fyrir alla leiki bæði kvenna og karla. Það var búið að kveikja upp í grillinu tveimur tímum fyrir leik og rífandi stemming í græna herberginu. Þegar kom að leikmannakynningu var svo kveikt á gulum og bláum ljóskösturum. Alvöru stemming í Smáranum í kvöld, verst að Grindvíkingar fylgdu peppinu fyrir leik ekki eftir með mætingu í stúkuna og grænklæddir þá enn síður. Hvar var Stinningskaldi segi ég nú bara? Viðtöl Þorleifur Ólafsson: „Við byrjum náttúrulega byrjuðum leikinn alveg ömurlega“ Þessi mynd af Lalla var ekki tekin í kvöld en lýsir sennilega vel tilfinningum hans í byrjun leiksVísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gaf lítið fyrir það að vera búinn að missa heimaleikjaréttinn en tók undir þá greiningu blaðamanns að leikurinn hefði runnið Grindvíkingum úr greipum þegar Dani Rodriguez fór út af með fimm villur. „Klárlega, og ég er kannski vonsvikinn með það hvernig við missum kjarkinn þegar hún fer út af. Svekkjandi og vont klárlega að missa hana út af með fimm villur.“ Það er þó ekki þannig að Dani sé eini leikmaðurinn í liði Grindavíkur sem getur skorað körfur. Hefðu ekki aðrir leikmenn átt að grípa slakann þegar hún hvarf á braut? „Jú, klárlega. Þær voru að skipta svolítið vel á okkur og við ekki að bregðast nógu rétt við því. Kannski að ráðast á á vitlausum augnablikum í staðinn fyrir að láta bara boltann ganga aðeins betur og taka besta möguleikann. En þetta er bara 1-0, heimavöllur og ekki heimavöllur. Það er frábært að spila í Njarðvík og við getum alveg unnið þar eins og hér.“ Varnarleikur Grindvíkinga var ekki upp á marga fiska í byrjun og var Þorleifur ómyrkur í máli spurður út í frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Við byrjum náttúrulega byrjuðum leikinn alveg ömurlega og að mínu mati fljótlega þá erum við að fara svolítið út úr því sem við höfum verið að vinna með. Ég á eftir að skoða þetta aðeins betur því ég tel að þegar við vorum að standa okkar og vorum með okkar á hreinu þá áttu þær erfitt með að skora. En þegar við vorum ekki alveg að treysta „prógramminu“ og treysta færslunum þá voru þær oft að fá galopin skot og galopin sniðskot sem að við þurfum að stoppa.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum