Bakslag í streymi Silja Snædal Drífudóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fjölmiðlar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun