Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 29. apríl 2024 14:00 Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Borgarbyggð Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar