Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 66-58 | Njarðvíkingar einum sigri frá úrslitum Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 18:31 vísir / hulda margrét Njarðvík leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna eftir 66-58 sigur Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar tóku fyrsta leikinn í Smáranum og hrifsuðu þar með til sín heimavallarréttinn. Leikurinn fór fremur rólega af stað, eins og bæði lið vildu ekki sýna öll spilin strax í byrjun. Sóknarleikur Grindvíkinga var fremur handahófskenndur og stirður. Ef ekki hefði verið fyrir góða hittni þeirra fyrir utan hefði sennilega dregið vel í sundur með liðunum strax í byrjun en staðan eftir fyrsta leikhluta 21-17. Það var lítið skorað í 2. leikhluta og hver skotklukkan á fætur annarri rann út í sandinn hjá báðum liðum. Grindvíkingar virtust vera að koma sér aftur í bílstjórasætið en tvær hræðilegar sóknir í stöðunni 29-29 gerðu það að verkum að Njarðvíkingar leiddu í hálfleik, 33-29. Aðeins tólf stig skoruð hjá hvoru liði og skoraði Isabella Sigurðardóttir sjö af tólf stigum Njarðvíkur. Sóknarleikur Grindvíkinga var áfram í tómu tjóni í þriðja leikhluta en liðið skoraði aðeins tíu stig og skotnýtningin botnfrosin í 29 prósentum. Það var fátt sem gekk upp hjá þeim á þessum tímapunkti og Njarðvíkingar í góðri stöðu fyrir lokaátökin, staðan 53-39. Isabella Ósk hélt áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í teignum og skoraði sex fyrstu stigin í 4. leikhluta. Munurinn var fljótlega kominn upp í 20 stig og það virtist vera fokið í flest skjól fyrir gestina. Grindavíkurkonur gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu og minnkuðu muninn vel niður en það var einfaldlega alltof seint. Holan of djúp og Njarðvík hélt út til enda. Lokatölur 66-58 og Njarðvík leiðir einvígið 2-0. Atvik leiksins Það er erfitt að velja eitt atvik úr þessum leik, enda var hann tilþrifalítill. Mikil barátta og hart tekist á. „Það er alltaf einn svona ljótu-leikur í öllum seríum“ - sagði einn kollegi minn í blaðamannastúkunni. Stjörnur og skúrkar Selena Lott bauð upp á þrefalda tvennu í kvöld, 24 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Þá átti Isabella Ósk Sigurðardóttir frábæran leik í teignum, 21 stig frá henni ellefu fráköst. Hjá Grindavík fór Danielle Rodriguez fyrir sóknarleiknum, 17 stig og níu fráköst og fimm stoðsendingar. Titilinn skúrar kvöldsins fá þær Eve Braslis og Sarah Mortensen hjá Grindavík. Þær enduðu að vísu með ellefu og 13 stig, en voru seinar í gang og skutu illa. Grindvíkingar hefðu þurft á miklu stærra framlagi frá þeim að halda og miklu fyrr í leiknum. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Leikurinn var fast leikinn og Njarðvíkingar voru oft ósáttir með að fá ekki villur en heilt yfir höfðu þeir félagar ágæta stjórn á þessum leik að mínum dómi og þegar upp er staðið held ég að hvorugt liðið geti kvartað yfir þeirra frammistöðu. Stemming og umgjörð Njarðvíkingar standa í ströngu þessa dagana enda bæði lið í 4-liða úrslitum og þétt prógram í Ljónagryfjunni. Ég bjóst nú við að hún yrði þétt setnari í kvöld en hún var því eins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur benti á, er hún ekkert voðalega stór! Gulklæddir voru fjölmennir sín megin en héldu mögulega að þeir væru komnir á bókasafn miðað við hvað það heyrðist lítið í þeim. Hvar var Stinningskaldi segi ég nú bara? Aðstaðan í áhaldageymslunni sem fjölmiðlamenn verða að gera sér að góðu var eins og hún er. Þröngt og sást illa á völlinn á köflum, en það er alltaf tekið svo vel á móti manni í Njarðvík að það er eiginlega ekki hægt að kvarta. Svo var líka boðið upp á popp og kók, er hægt að biðja um eitthvað meira? Viðtöl Emilie Hessedal: „Mjög skemmtilegt að hafa annan hávaxinn leikmann með sér í teignum“ Emilie Hessedal í leik gegn Haukum fyrr í veturVísir/Anton Brink Emile Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með sigurinn en sagðist þó fyrst og fremst vera þreytt eftir erfiðan og líkamlegan leik. „Ég er þreytt! Þetta hefur verið langt tímabil og við erum komnar djúpt í úrslitakeppnina. Klárlega þreytt.“ Hún var sammála þjálfara sínum, Rúnari Inga, að varnarleikur Njarðvíkur hefði lagt grunninn að sigrinum í kvöld. „Vörnin án vafa. Þetta var leikur þar sem lítið var skorað. Við vissum að ef við myndum ná að verjast þeim fimm á fimm á hálfum velli gætum við fært okkur það í nyt sóknarmegin. Þegar við náum að verjast vel færum við það yfir í góðan sóknarleik og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að gera í næsta leik.“ Emilie og Isabella Ósk virðast vera að ná vel saman í teignum og mynda ansi óárennilegt tvíeyki þar. Þær væru að ná vel saman og Hesseldal fagnar því að þurfa ekki lengur að taka öll fráköstin, þó svo að hún hafi tekið 15 slík í kvöld. „Við erum að því og ég held að það hafi tekið styttri tíma en við reiknuðum með. Ég elska að spila með Isabellu og ég held að hún sé sama sinnis. Það er mjög skemmtilegt að hafa annan hávaxinn leikmann með sér í teignum, sérstaklega í fráköstunum, svo að ég þurfi ekki að sækja þau öll.“ Hún sagði að frammistaða Grindvíkinga hefði ekki komið henni á óvart. Njarðvíkingar hefðu einfaldlega einbeitt sér að sínum leik. „Við vorum ekki að horfa mikið á hvernig staðan var eða hversu mikill munurinn var. Við einbeittum okkar að „pick & roll“ leiknum okkar sem virkaði virkilega vel fyrir okkur. Við héldum áfram að refsa þeim þar og mjólkuðum það. Ég held að þær hafi alveg verið klárar, harkan í leiknum sýndi það.“ Emilie fékk þungt högg á puttann í síðasta leik og virtist vera sárkvalin meðan hún var teipuð. Hann væri þó ekki að angra hann í augnablikinu. „Hann er í góðu lagi. Ég þarf að láta kíkja á hann en hann er í góðu lagi.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvík leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna eftir 66-58 sigur Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar tóku fyrsta leikinn í Smáranum og hrifsuðu þar með til sín heimavallarréttinn. Leikurinn fór fremur rólega af stað, eins og bæði lið vildu ekki sýna öll spilin strax í byrjun. Sóknarleikur Grindvíkinga var fremur handahófskenndur og stirður. Ef ekki hefði verið fyrir góða hittni þeirra fyrir utan hefði sennilega dregið vel í sundur með liðunum strax í byrjun en staðan eftir fyrsta leikhluta 21-17. Það var lítið skorað í 2. leikhluta og hver skotklukkan á fætur annarri rann út í sandinn hjá báðum liðum. Grindvíkingar virtust vera að koma sér aftur í bílstjórasætið en tvær hræðilegar sóknir í stöðunni 29-29 gerðu það að verkum að Njarðvíkingar leiddu í hálfleik, 33-29. Aðeins tólf stig skoruð hjá hvoru liði og skoraði Isabella Sigurðardóttir sjö af tólf stigum Njarðvíkur. Sóknarleikur Grindvíkinga var áfram í tómu tjóni í þriðja leikhluta en liðið skoraði aðeins tíu stig og skotnýtningin botnfrosin í 29 prósentum. Það var fátt sem gekk upp hjá þeim á þessum tímapunkti og Njarðvíkingar í góðri stöðu fyrir lokaátökin, staðan 53-39. Isabella Ósk hélt áfram að gera Grindvíkingum lífið leitt í teignum og skoraði sex fyrstu stigin í 4. leikhluta. Munurinn var fljótlega kominn upp í 20 stig og það virtist vera fokið í flest skjól fyrir gestina. Grindavíkurkonur gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu og minnkuðu muninn vel niður en það var einfaldlega alltof seint. Holan of djúp og Njarðvík hélt út til enda. Lokatölur 66-58 og Njarðvík leiðir einvígið 2-0. Atvik leiksins Það er erfitt að velja eitt atvik úr þessum leik, enda var hann tilþrifalítill. Mikil barátta og hart tekist á. „Það er alltaf einn svona ljótu-leikur í öllum seríum“ - sagði einn kollegi minn í blaðamannastúkunni. Stjörnur og skúrkar Selena Lott bauð upp á þrefalda tvennu í kvöld, 24 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Þá átti Isabella Ósk Sigurðardóttir frábæran leik í teignum, 21 stig frá henni ellefu fráköst. Hjá Grindavík fór Danielle Rodriguez fyrir sóknarleiknum, 17 stig og níu fráköst og fimm stoðsendingar. Titilinn skúrar kvöldsins fá þær Eve Braslis og Sarah Mortensen hjá Grindavík. Þær enduðu að vísu með ellefu og 13 stig, en voru seinar í gang og skutu illa. Grindvíkingar hefðu þurft á miklu stærra framlagi frá þeim að halda og miklu fyrr í leiknum. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Leikurinn var fast leikinn og Njarðvíkingar voru oft ósáttir með að fá ekki villur en heilt yfir höfðu þeir félagar ágæta stjórn á þessum leik að mínum dómi og þegar upp er staðið held ég að hvorugt liðið geti kvartað yfir þeirra frammistöðu. Stemming og umgjörð Njarðvíkingar standa í ströngu þessa dagana enda bæði lið í 4-liða úrslitum og þétt prógram í Ljónagryfjunni. Ég bjóst nú við að hún yrði þétt setnari í kvöld en hún var því eins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur benti á, er hún ekkert voðalega stór! Gulklæddir voru fjölmennir sín megin en héldu mögulega að þeir væru komnir á bókasafn miðað við hvað það heyrðist lítið í þeim. Hvar var Stinningskaldi segi ég nú bara? Aðstaðan í áhaldageymslunni sem fjölmiðlamenn verða að gera sér að góðu var eins og hún er. Þröngt og sást illa á völlinn á köflum, en það er alltaf tekið svo vel á móti manni í Njarðvík að það er eiginlega ekki hægt að kvarta. Svo var líka boðið upp á popp og kók, er hægt að biðja um eitthvað meira? Viðtöl Emilie Hessedal: „Mjög skemmtilegt að hafa annan hávaxinn leikmann með sér í teignum“ Emilie Hessedal í leik gegn Haukum fyrr í veturVísir/Anton Brink Emile Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með sigurinn en sagðist þó fyrst og fremst vera þreytt eftir erfiðan og líkamlegan leik. „Ég er þreytt! Þetta hefur verið langt tímabil og við erum komnar djúpt í úrslitakeppnina. Klárlega þreytt.“ Hún var sammála þjálfara sínum, Rúnari Inga, að varnarleikur Njarðvíkur hefði lagt grunninn að sigrinum í kvöld. „Vörnin án vafa. Þetta var leikur þar sem lítið var skorað. Við vissum að ef við myndum ná að verjast þeim fimm á fimm á hálfum velli gætum við fært okkur það í nyt sóknarmegin. Þegar við náum að verjast vel færum við það yfir í góðan sóknarleik og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að gera í næsta leik.“ Emilie og Isabella Ósk virðast vera að ná vel saman í teignum og mynda ansi óárennilegt tvíeyki þar. Þær væru að ná vel saman og Hesseldal fagnar því að þurfa ekki lengur að taka öll fráköstin, þó svo að hún hafi tekið 15 slík í kvöld. „Við erum að því og ég held að það hafi tekið styttri tíma en við reiknuðum með. Ég elska að spila með Isabellu og ég held að hún sé sama sinnis. Það er mjög skemmtilegt að hafa annan hávaxinn leikmann með sér í teignum, sérstaklega í fráköstunum, svo að ég þurfi ekki að sækja þau öll.“ Hún sagði að frammistaða Grindvíkinga hefði ekki komið henni á óvart. Njarðvíkingar hefðu einfaldlega einbeitt sér að sínum leik. „Við vorum ekki að horfa mikið á hvernig staðan var eða hversu mikill munurinn var. Við einbeittum okkar að „pick & roll“ leiknum okkar sem virkaði virkilega vel fyrir okkur. Við héldum áfram að refsa þeim þar og mjólkuðum það. Ég held að þær hafi alveg verið klárar, harkan í leiknum sýndi það.“ Emilie fékk þungt högg á puttann í síðasta leik og virtist vera sárkvalin meðan hún var teipuð. Hann væri þó ekki að angra hann í augnablikinu. „Hann er í góðu lagi. Ég þarf að láta kíkja á hann en hann er í góðu lagi.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti