Freyr nærri kraftaverki: „Þetta var fokking taugatrekkjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 12:05 Freyr Alexandersson á þrátt fyrir allt fína möguleika á að halda Kortrijk uppi í efstu deild, sem virtist útilokað um áramót. Getty/Nico Vereecken Eftir tvo sigra í röð á Kortrijk, undir stjórn Freys Alexanderssonar, von um að framkalla kraftaverk með því að halda sér uppi í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“ Belgíski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“
Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild.
Belgíski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira