Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. maí 2024 10:31 Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun