Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. maí 2024 10:31 Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun