Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. maí 2024 10:31 Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar