Börnin okkar Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2024 13:01 „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar