Undirbúa hópuppsögn hjá Grindavíkurbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 16:34 Fannari Jónassyni hefur verið gert að hefja undirbúning og samráð við hagaðila um hópuppsögn starfsmanna Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá bænum. Þar kemur ekki fram hversu mörgum verður sagt upp eða hvað þau vinni við hjá bænum. Þar kemur þó fram að á undanförnum sex mánuðum hafi forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga sé fluttur í önnur sveitarfélög, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Þá blasi við frekari íbúafækkun með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útvarpstekjur og fasteignaskattar lækki verulegu með uppkaupum Þórkötlu fasteignafélags. Óumflýjanleg aðgerð Í tilkynningu bæjarins segir að launagreiðslur séu langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða um 50 prósent af tekjum bæjarins. „Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins,“ segir í tilkynningunni. Það losi bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu en það verði að ráðast af aðstæðum hverju sinni hver hún fer. Einnig ríki á þeim skylda að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma. „Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdanefnd tekur til starfa Greint var frá því í síðustu viku að koma ætti á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur á þinginu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
„Við reyndum eins og við gátum“ Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. 3. maí 2024 11:45