Þættirnir Baby Reindeer eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og lék aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum er karakter Gadd, Donny, með eltihrelli, konu að nafni Martha.
Skömmu eftir að þættirnir voru frumsýndir á Netflix fundu netverjar út hver konan væri sem karakterinn Martha var byggður á. Það var hin 58 ára gamla Fiona Harvey. Skömmu eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um hana steig hún fram og sagðist íhuga að leita réttar síns.
„Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ sagði Harvey og að ljóst væri að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún væri í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana.
Fyrsta sjónvarpsviðtalið við Harvey verður sýnt á morgun í þætti Piers Morgan, Piers Morgan Uncensored. Þátturinn hefur verið sýndur á nokkrum sjónvarpsstöðvum en er nú ávallt frumsýndur á YouTube-síðu fjölmiðlamannsins.
Í færslu á Twitter-síðu Morgan segir að Harvey vilji koma ýmsu á framfæri og leiðrétta margt sem kom fram í þættinum.
*WORLD EXCLUSIVE*
— Piers Morgan (@piersmorgan) May 8, 2024
The real-life Martha from Baby Reindeer breaks cover and gives me her first TV interview about the smash hit Netflix show.
Fiona Harvey wants to have her say & ‘set the record straight.’
Is she a psycho stalker?
Find out tomorrow on @PiersUncensored pic.twitter.com/MxaE5SEiTa