Fimm ástæður fyrir því að Ísland á að taka á móti fólki á flótta Þórhallur Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 12:00 1. Fólk á flótta (og við öll) myndum félagsauð en félagsauður er hugtak sem nær yfir fjölbreytt safn hugmynda er felast í því að ákveðinn auð sé hægt að nálgast í gegnum félagsleg samskipti. Þessi auður er ekki áþreifanlegur og ekki mjög auðvelt að meta hann til fjár en hann nær yfir þá tengingu sem ríkir á milli einstaklinga eða hópa þjóðfélagsins óháð bakgrunn þeirra, viðhorf og samspil ólíkra hugmynda. Fólk sem hefur verið á flótta myndar t.d öðruvísi félagsauð en Íslendingar. Fólk á flótta upplifir oft mikið álag á meðan á flóttanum stendur og jafnvel áföll. Ferðalagið frá heimalandinu til þess ríkis sem viðkomandi sækir um alþjóðlega vernd í getur verið langt og erfitt. Að vera á flótta reynir á fólk líkamlega og tilfinningalega auk þess sem hætta er á að það verða fyrir nýjum áföllum á meðan flóttanum stendur. Fólk á flótta er tuttugu sinnum líklegar að verða fórnarlömb mansals, og tólf sinnum líklegrar að verða fyrir kynferðisofbeldi, en fólk sem er ekki á flótta. Þegar fólk á flótta loks nær í örugga höfn í móttökulandi eins og Íslandi og fær tilhlýðilega aðstoð er mjög líklegt að viðkomanda hafi myndað með sér ekki bara félagsauð heldur líka seiglu vegna þess sem það hefur upplifað í heimalandinu og á flóttanum. Fólk sem hefur upplifað sprengjuárásir á Gaza eða í Kherson gefst ekki auðveldlega upp. Samfélög með ríkan félagsauð vegnar betur á öllum sviðum, ekki bara félagslegum, heldur líka efnahagslegum og menningarlegum. Fyrir þá sem mæla allt út frá sjónarhóli hagfræðinnar þá er hagvöxtur í þeim ríkjum meiri og átök á milli ólíkra samfélagahópa mun minni. 2. Fólk á flótta getur ýtt undirog flýtt fyrir samstarfi og jafnvel sameiningu á milli minni sveitarfélaga og skapað aðstæður fyrir sveitarfélögin til að laða að fólk með mikla sérfræðiþekkingu t.d. í stjórnsýslu eða félagsráðgjöf. Hér er átt við er að smærri sveitarfélög sem taka á móti fólki á flótta, geta þurft að sameinast um að veita þá sérfræðiaðstoð sem slíkur hópur þarfnast. Því flóknari sem lögboðin þjónusta sveitarfélaga verður, því meiri mannafla og ólíkari lausna krefst hún. Það er hefð fyrir því að minni sveitarfélögin hafi haft sín á milli ýmis samstarfsverkefni eða samið um útvistun verkefna til stærri sveitarfélaga í nágrenninu í þeim tilgangi að bæta gæði þjónustunnar og til að draga úr kostnaði. Hér er til dæmis tækifæri fyrir nágrannabyggðalög sem vilja taka á móti fólki á flótta að sameinast um stöðu málastjóra, að ráða menningarmiðlara og hefja samstarf við túlkaþjónustu, án þess að kostnaðurinn lendi alfarið á öðru sveitarfélaginu. 3. Fólki á flótta fylgja nýjar áskoranir, menningarlegar- félagslegar- og efnahagslegar sem slíkar ýta undir nýsköpun. Þær gefa okkur tækifæri til að endurskoða samskipti okkar og þátttöku í alþjóðlegum verkefnum, ýta undir umbætur á sviði stjórnsýslu og geta styrkt eins og áður hefur komið fram stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi. Lög nr. 80/2016 um útlendinga hafa verið í brennidepli umræðu og jafnvel átaka og eru þau lög sem undirritaður á von á því að verði breytt með reglulegu millibili, næstu ár. En það þarf ekki að vera að lög um útlendinga verði íhaldsöm eða sverfi að réttindum eða getu fólks á flótta til að fá hér hæli. Þau geta líka auðvitað breyst í hina áttina. Að rýmkað verði fyrir og t.d ýtt undir fjölskyldusameiningu og undirbúningi hennar. Lengi vel var fjölskyldusameining frekar erfitt ferli fyrir það fagfólk sem stóð að því en ferlið hefur verið auðveldað til muna sem er auðvitað dæmi um að áskorun hafi verið mætt. Efnahagslegar afleiðingar þess að taka á móti fólki á flótta er því miður sú frekar óljúfa staðreynd að þessi hópur tekur að sér lálaunastörf sem erfitt er að manna. Hér er átt við grunnþjónustu er lítur að þrifum, aðstoð í eldhúsi, umönnun og umhirðu opinn svæða. Sá sem þetta skrifar skammast sín fyrir það að bjóða miðaldra doktor í bókmenntum starf aðstoðarmanns í bakaríi. 4.Fjölgun fólks á flótta á Íslandi ýtir undir það sem kallað er menningarlæsi og er geta einstaklings til að samsama sig við aðra, út frá útliti, tísku, arfleif, trúarbrögðum og þar fram eftir götunum. Ef við tökum flóttafólk frá Úkraínu sem dæmi þá er ekki svo mikill munur á þessum tveimur menningarheimum. Við lítum svipað út, hlustum mögulega á svipaða tónlist og klæðumst svipuðum fötum svo dæmi séu tekin. Ef við lítum undir yfirborðið er munurinn orðinn meiri. Hér má t.d. nefna mismunandi trúarbrögð og að löndin eru komin mislangt í jafnrétti kynjanna. Þannig er Ísland í 4. sæti á lista yfir þau lönd sem lengst hafa náð í jafnrétti kynjanna á meðan Úkraína vermir 74. Sæti. Að sama skapi getum við borið saman okkur og fólk á flótta frá Afganistan. Það ríkja ólík viðhorf, ólík trúarbrögð, ólíkur klæðnaður og konur frá Afganistan sem eru hér á landi, draga sig til baka í öllum samskiptum við opinbera starfsmenn og setji x í staðinn fyrir nafn sitt þar sem við á. Sá sem þetta skrifar á fimm afganskar “vinkonur” en það tók langar samningaviðræður við eiginmenn þeirra að brjóta þann ís. Þá hefur fjölgun fólks á flótta á Íslandi dregið fram fordóma sem ríkja í samfélaginu. Ef við skoðum samfélagsmiðlana þá er mikið um það að fólk sé að hallmæla innflytjendum og fólki á flótta. Þeim er kennt um allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Fólk á flótta eru nauðgarar, morðingjar, afætur, vont fólk. Það er mjög gott fyrir fræðasamfélagið að þessi umræða hefur komið fram. Þegar ég var að hugsa um að rannsaka fordóma í garð innflytjenda fyrir tíu árum eða svo, þá var ég ekki vissum að verkefnið væri það mikilvægt. Fólkið sem var á móti útlendingum voru fáein gamalmenni sem hringdu inn á útvarp Sögu. Ég hafði rangt fyrir mér. Útlendingaandúð er kerfislæg og kerfisbundin á Íslandi. Andúðin er ekki bundin við eins og fræðin segja “atvinnulaust ómenntað fólk frá láglaunasvæðum” heldur eru fyrrum, þingmenn, dómarar, menntamenn, fjölmiðlamenn, byrjaðir að krefjast þess að Ísland verði aftur einsleitt. Og sneitt mannúð. 5. Fólk á flótta ýtir undir samfélagslega ábyrgð hjá bæjarfélögum jafnt og fyrirtækjum, t.d eru mörg fyrirtæki farin að vera með íslenskukennslu innifalda í vinnutímanum og sveitarfélög reyna að koma til móts við ólíkar þarfi starfsmanna. Trúarhátíðir eru valkvæðar. Allar kenningar um samfélagslega ábyrgð lúta að því að hún skili sér í betri verðmati vörumerkja, betri starfsanda, og betra samfélagi (þar sem það á við). Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
1. Fólk á flótta (og við öll) myndum félagsauð en félagsauður er hugtak sem nær yfir fjölbreytt safn hugmynda er felast í því að ákveðinn auð sé hægt að nálgast í gegnum félagsleg samskipti. Þessi auður er ekki áþreifanlegur og ekki mjög auðvelt að meta hann til fjár en hann nær yfir þá tengingu sem ríkir á milli einstaklinga eða hópa þjóðfélagsins óháð bakgrunn þeirra, viðhorf og samspil ólíkra hugmynda. Fólk sem hefur verið á flótta myndar t.d öðruvísi félagsauð en Íslendingar. Fólk á flótta upplifir oft mikið álag á meðan á flóttanum stendur og jafnvel áföll. Ferðalagið frá heimalandinu til þess ríkis sem viðkomandi sækir um alþjóðlega vernd í getur verið langt og erfitt. Að vera á flótta reynir á fólk líkamlega og tilfinningalega auk þess sem hætta er á að það verða fyrir nýjum áföllum á meðan flóttanum stendur. Fólk á flótta er tuttugu sinnum líklegar að verða fórnarlömb mansals, og tólf sinnum líklegrar að verða fyrir kynferðisofbeldi, en fólk sem er ekki á flótta. Þegar fólk á flótta loks nær í örugga höfn í móttökulandi eins og Íslandi og fær tilhlýðilega aðstoð er mjög líklegt að viðkomanda hafi myndað með sér ekki bara félagsauð heldur líka seiglu vegna þess sem það hefur upplifað í heimalandinu og á flóttanum. Fólk sem hefur upplifað sprengjuárásir á Gaza eða í Kherson gefst ekki auðveldlega upp. Samfélög með ríkan félagsauð vegnar betur á öllum sviðum, ekki bara félagslegum, heldur líka efnahagslegum og menningarlegum. Fyrir þá sem mæla allt út frá sjónarhóli hagfræðinnar þá er hagvöxtur í þeim ríkjum meiri og átök á milli ólíkra samfélagahópa mun minni. 2. Fólk á flótta getur ýtt undirog flýtt fyrir samstarfi og jafnvel sameiningu á milli minni sveitarfélaga og skapað aðstæður fyrir sveitarfélögin til að laða að fólk með mikla sérfræðiþekkingu t.d. í stjórnsýslu eða félagsráðgjöf. Hér er átt við er að smærri sveitarfélög sem taka á móti fólki á flótta, geta þurft að sameinast um að veita þá sérfræðiaðstoð sem slíkur hópur þarfnast. Því flóknari sem lögboðin þjónusta sveitarfélaga verður, því meiri mannafla og ólíkari lausna krefst hún. Það er hefð fyrir því að minni sveitarfélögin hafi haft sín á milli ýmis samstarfsverkefni eða samið um útvistun verkefna til stærri sveitarfélaga í nágrenninu í þeim tilgangi að bæta gæði þjónustunnar og til að draga úr kostnaði. Hér er til dæmis tækifæri fyrir nágrannabyggðalög sem vilja taka á móti fólki á flótta að sameinast um stöðu málastjóra, að ráða menningarmiðlara og hefja samstarf við túlkaþjónustu, án þess að kostnaðurinn lendi alfarið á öðru sveitarfélaginu. 3. Fólki á flótta fylgja nýjar áskoranir, menningarlegar- félagslegar- og efnahagslegar sem slíkar ýta undir nýsköpun. Þær gefa okkur tækifæri til að endurskoða samskipti okkar og þátttöku í alþjóðlegum verkefnum, ýta undir umbætur á sviði stjórnsýslu og geta styrkt eins og áður hefur komið fram stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi. Lög nr. 80/2016 um útlendinga hafa verið í brennidepli umræðu og jafnvel átaka og eru þau lög sem undirritaður á von á því að verði breytt með reglulegu millibili, næstu ár. En það þarf ekki að vera að lög um útlendinga verði íhaldsöm eða sverfi að réttindum eða getu fólks á flótta til að fá hér hæli. Þau geta líka auðvitað breyst í hina áttina. Að rýmkað verði fyrir og t.d ýtt undir fjölskyldusameiningu og undirbúningi hennar. Lengi vel var fjölskyldusameining frekar erfitt ferli fyrir það fagfólk sem stóð að því en ferlið hefur verið auðveldað til muna sem er auðvitað dæmi um að áskorun hafi verið mætt. Efnahagslegar afleiðingar þess að taka á móti fólki á flótta er því miður sú frekar óljúfa staðreynd að þessi hópur tekur að sér lálaunastörf sem erfitt er að manna. Hér er átt við grunnþjónustu er lítur að þrifum, aðstoð í eldhúsi, umönnun og umhirðu opinn svæða. Sá sem þetta skrifar skammast sín fyrir það að bjóða miðaldra doktor í bókmenntum starf aðstoðarmanns í bakaríi. 4.Fjölgun fólks á flótta á Íslandi ýtir undir það sem kallað er menningarlæsi og er geta einstaklings til að samsama sig við aðra, út frá útliti, tísku, arfleif, trúarbrögðum og þar fram eftir götunum. Ef við tökum flóttafólk frá Úkraínu sem dæmi þá er ekki svo mikill munur á þessum tveimur menningarheimum. Við lítum svipað út, hlustum mögulega á svipaða tónlist og klæðumst svipuðum fötum svo dæmi séu tekin. Ef við lítum undir yfirborðið er munurinn orðinn meiri. Hér má t.d. nefna mismunandi trúarbrögð og að löndin eru komin mislangt í jafnrétti kynjanna. Þannig er Ísland í 4. sæti á lista yfir þau lönd sem lengst hafa náð í jafnrétti kynjanna á meðan Úkraína vermir 74. Sæti. Að sama skapi getum við borið saman okkur og fólk á flótta frá Afganistan. Það ríkja ólík viðhorf, ólík trúarbrögð, ólíkur klæðnaður og konur frá Afganistan sem eru hér á landi, draga sig til baka í öllum samskiptum við opinbera starfsmenn og setji x í staðinn fyrir nafn sitt þar sem við á. Sá sem þetta skrifar á fimm afganskar “vinkonur” en það tók langar samningaviðræður við eiginmenn þeirra að brjóta þann ís. Þá hefur fjölgun fólks á flótta á Íslandi dregið fram fordóma sem ríkja í samfélaginu. Ef við skoðum samfélagsmiðlana þá er mikið um það að fólk sé að hallmæla innflytjendum og fólki á flótta. Þeim er kennt um allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Fólk á flótta eru nauðgarar, morðingjar, afætur, vont fólk. Það er mjög gott fyrir fræðasamfélagið að þessi umræða hefur komið fram. Þegar ég var að hugsa um að rannsaka fordóma í garð innflytjenda fyrir tíu árum eða svo, þá var ég ekki vissum að verkefnið væri það mikilvægt. Fólkið sem var á móti útlendingum voru fáein gamalmenni sem hringdu inn á útvarp Sögu. Ég hafði rangt fyrir mér. Útlendingaandúð er kerfislæg og kerfisbundin á Íslandi. Andúðin er ekki bundin við eins og fræðin segja “atvinnulaust ómenntað fólk frá láglaunasvæðum” heldur eru fyrrum, þingmenn, dómarar, menntamenn, fjölmiðlamenn, byrjaðir að krefjast þess að Ísland verði aftur einsleitt. Og sneitt mannúð. 5. Fólk á flótta ýtir undir samfélagslega ábyrgð hjá bæjarfélögum jafnt og fyrirtækjum, t.d eru mörg fyrirtæki farin að vera með íslenskukennslu innifalda í vinnutímanum og sveitarfélög reyna að koma til móts við ólíkar þarfi starfsmanna. Trúarhátíðir eru valkvæðar. Allar kenningar um samfélagslega ábyrgð lúta að því að hún skili sér í betri verðmati vörumerkja, betri starfsanda, og betra samfélagi (þar sem það á við). Höfundur er félagsráðgjafi, MA og stjórnsýslufræðingur, MPA.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar