Sérstök vitleysa Albert Björn Lúðvígsson skrifar 15. maí 2024 07:31 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra þar sem gera á enn eina aðförina að réttindum útlendinga sem hingað koma í neyð. Af mörgu slæmu í frumvarpi ráðherra er sýnu verst sú fyrirætlun að fella úr lögum skyldu stjórnvalda til að skoða umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi viðkomandi umsækjendur sérstök tengsl við landið eða þegar sérstakar ástæður mæla annars með því. Þessi ákvæði hafa gefið íslenskum stjórnvöldum nauðsynleg tækifæri sem og tilefni til þess að líta til persónubundinna aðstæðna hvers umsækjanda, mannúðarsjónarmiða sem og fjölskyldutengsla. Á sama tíma og Alþingi ræðir það að fella þessi ákvæði úr lögunum er til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála umsókn Yazan, 12 ára drengs sem glímir við Duchenne sjúkdóminn. Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem skerðir lífslíkur mikið. Aðeins er hægt að lina þjáningar þeirra drengja sem þjást af honum og reyna að gera líf þeirra bærilegt. Frá því að Yazan kom til Íslands hefur það tekist afar vel og unir hann hag sínum vel á Íslandi. Hér hefur hann þrátt fyrir aðstæður sínar lært íslensku á undraskömmum tíma og stundað nám við Hamraskóla þar hann hefur eignast vini. Með góðri aðstoð lækna og sjúkraþjálfara er líf þessa 12 ára barns orðið bærilegt, en svo var ekki áður. Þá er það samdóma álit þeirra lækna, sem komið hafa að meðferð hans á Íslandi, að það kunni að stytta líf hans enn frekar verði rof á þeirri þjónustu sem honum er lífsnauðsynleg. Ekki þarf að taka fram hvað gerist verði þjónustan skert til framtíðar. Með því að senda hann frá Íslandi verður heilsu og lífi þessa drengs teflt í tvísýnu. Um það verður því varla deilt að það er honum fyrir bestu að fá að dvelja áfram á Íslandi enda vill hann hvergi annars staðar vera. Um það verður varla deilt heldur að sérstakar ástæður eru uppi í máli hans. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi á síðustu misserum gert allt í sínu valdi, og jafnvel umfram það, til að þrengja þessi mikilvægu ákvæði, þannig að þeim er nú aðeins beitt í algjörum undantekningartilvikum, hefur jafnvel kærunefnd útlendingamála sjálf talið nauðsynlegt að líta til sérstakra ástæðna í einstökum málum. Þannig vakti það nokkra eftirtekt þegar kærunefnd, sem annars hefur misst ásýnd trúverðugleika og sjálfstæðis eftir að yfirmaður innan Útlendingastofnunar var skipaður formaður hennar og teymisstjóri útlendingamála úr dómsmálaráðuneytinu var skipaður varaformaður hennar, leit til sérstakra ástæðna í málum fylgdarlausra drengja á grunnskólaaldri sem senda átti allslausa á götuna í Grikklandi, og veitti þeim þess í stað von um framtíð á Íslandi. Það er því spurning hvers vegna dómsmálaráðherra gengur svo miskunnarlaust til verka við að fella þessi ákvæði úr lögum um útlendinga, nú þegar þeim er aðeins beitt í algjörum undantekningartilfellum og þá sérstaklega, að því er virðist, þegar börn í mjög viðkvæmri stöðu eru annars vegar. Hvað gengur ráðherra til? Málsmeðferð þessara mála mun ekki styttast að neinu verulegu leyti þó ákvæðin verði felld úr lögum, áfram mun sem dæmi þurfa málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum. Þá er ekkert sem bendir til þess að umsóknum um alþjóðlega vernd muni fækka á Íslandi þó þau hverfi enda leita umsækjendur í þessari stöðu til allra ríkja innan Evrópu hvort sem þessi tilteknu ákvæði er að finna í lögum þeirra eða ekki. Fólk í lífshættu leitar að björg þar til það finnur hana. Þá verða þessi afmörkuðu og nú þröngu ákvæði, þessi nauðsynlegu úrræði, tekin af íslenskum stjórnvöldum og mun það óhjákvæmilega leiða til afkáralegra niðurstaðna eins og að mögulega senda 12 ára dreng sem ekki er hugað líf til margra ára úr landi og fylgdarlaus börn á götuna í Grikklandi. Það væri því sérstök vitleysa að fella þessi ákvæði nú úr lögum alveg eins og það væri sérstök vitleysa og mannvonska að senda 12 ára dreng með mjög alvarlegan og banvænan sjúkdóm úr landi. Höfundur er lögfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun