„Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:08 Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, mætti til leiks í kvöld nýklipptur og sætur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira