Í dag er dagur líffjölbreytileika Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 22. maí 2024 08:00 Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar