Í dag er dagur líffjölbreytileika Hólmfríður Sigþórsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 22. maí 2024 08:00 Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni (Convention on Biological Diversity, CBD) tók gildi árið 1992 í Rio de Janeiro og er Ísland aðili að samningnum. Ísland er talið fátækt sé horft til fjölda tegunda en ríkt þegar að við horfum á breytileika vistkerfa. Það ríkidæmi ber að vernda. Helstu ógnir við líffjölbreytileika eru eyðing og breyting búsvæða, ágengar tegundir, ofnýting auðlinda, mengun og loftslagsbreytingar. Aichi-markmiðunum sem voru sett fram 2010 var ætlað að vera rammi utan um starfsemi til að viðhalda, bæta og endurreisa líffjölbreytileika. Aichi-markmiðin náðust ekki og árangurinn er metinn slakur. Í skýrslu milliríkjanefndar um líffjölbreytileika (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, IPBES) frá 2019 kemur meðal annars fram að hlutfalls villtra tegunda hefur minnkað, tegundum í útrýmingarhættu fjölgað, samdráttur orðið í lífmassa og vistkerfi hnignað. Þessari neikvæðu vegferð er gefinn lítill gaumur þó á tyllidögum sé talað um mikilvægi líffjölbreytileika enda stóla samfélög fólks og þar með hagkerfin á þjónustu vistkerfa. Nú á áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt er tilvalið að nýta tækifæri til að snúa blaðinu við og setja þessa mikilvægu auðlind í forgang. Vitundarvakning um líffjölbreytileika á Íslandi, (Biological Diversity of Iceland, BIODICE) er til fyrirmyndar en meira þarf ef duga skal. Stofnun líffjölbreytileikaráðs væri tilvalin afmælisgjöf til þjóðarinnar. Líffjölbreytileikaráð sem væri sjálfstætt starfandi og hvers hlutverk væri að hlúa sérstaklega að líffjölbreytileika og endurheimt. Ráðinu bæri að veita stjórnvöldum sérstaka ráðgjöf, sjá um fræðslu, hlúa að markmiðum og eftirfylgni sem og að tryggja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar. Í dag er tyllidagur líffjölbreytileika, með stofnum líffjölbreytileikaráðs eru meiri líkur á að allir dagar verðir tyllidagar. Höfundar eru: Hólmfríður Sigþórsdóttir er umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun