Kona sem sendi nektarmyndir í bræði fær grænt ljós Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 12:20 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni konu um að taka mál hennar fyrir, en það varðar sendingar hennar af nektarmyndum sem sýndu eiginmann hennar og aðra konu. Hún hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Landsrétti í mars síðastliðnum, en hafði áður verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness. Málið hefur að miklu leyti varðað það hvort háttsemi konunnar teljist sem „lostugt athæfi“. Konan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagði Landsrétt ranglega skýrt hugtakið „lostugt athæfi“. Þar að auki hafði dómurinn brotið í bága við stjórnarskránna að mati konunnar. Hæstiréttur mun taka málið fyrir þar sem að dómstóllinn getur ekki slegið því föstu að niðurstaðan verði sú sama og í Landsrétti. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi þáverandi eiginmanns síns og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Reiði eini aflvakinn Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hún hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Landsrétti í mars síðastliðnum, en hafði áður verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness. Málið hefur að miklu leyti varðað það hvort háttsemi konunnar teljist sem „lostugt athæfi“. Konan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagði Landsrétt ranglega skýrt hugtakið „lostugt athæfi“. Þar að auki hafði dómurinn brotið í bága við stjórnarskránna að mati konunnar. Hæstiréttur mun taka málið fyrir þar sem að dómstóllinn getur ekki slegið því föstu að niðurstaðan verði sú sama og í Landsrétti. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi þáverandi eiginmanns síns og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Reiði eini aflvakinn Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira