Forseti lýðveldisins Erlingur Hansson skrifar 23. maí 2024 11:30 Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Forseti lýðveldisins gegnir mikilvægu embætti. Hann getur og á að hafa afskipti af stjórn landsins. Stjórnmál fjalla um hvernig á að stjórna. Forseti Íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnun íslenska lýðveldisins. Ég nefni hér nokkur dæmi um afskipti forseta lýðveldisins af stjórn landsins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti 17. júní 1944 af Alþingi. Hann hafði áður en hann varð sendiherra tekið þátt í stjórnmálum í landinu. Sem ríkisstjóri frá 1941 til 1944 hafði Sveinn afskipti af stjórnmálum. Nokkur dæmi: Í árslok 1942 skipaði Sveinn Björnsson landinu utanþingsstjórn. Eftir að hann varð forseti bjuggu stjórnmálaforingjar landsins við þá vissu að slíkt gæti Sveinn endurtekið. Í ársbyrjun 1950 ýtti sú vissa undir að þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir vissu að ella fengju þeir aðra utanþingsstjórn. Ásgeir Ásgeirsson hafði nokkrum sinnum úrslitáhrif á hvaða stjórn var mynduð. Hann beitti sér t.a.m. eftir að stjórn Hermanns Jónassonar fór frá völdum í árslok 1958. Vegna afskipta Ásgeirs varð til minnihlutastjórn Alþýðuflokks og síðar Viðreisnarstjórnin sem tók við völdum í árslok 1959. Kristján Eldjárn varð að grípa til ráðstafana vorið 1974. Í maí 1974 rufu þeir Kristján og Ólafur Jóhannesson þing og var nýtt Alþingi kosið á miðju sumri 1974. 1978 fól Kristján Lúðvík Jósefssyni að mynda ríkisstjórn en sú ákvörðun vakti eftirtekt erlendra ráðamanna í ríkjum NATO og víðar. Vigdís Finnbogadóttir sinnti vel þeirri skyldu forseta að fela stjórnmálaforingjum að mynda ríkisstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti forseta í fyrsta sinn í byrjun júní 2004. Sú ákvörðun var að sjálfsögðu hápólitísk og breytti í raun eðli forsetaembættisins. Fram að þeim tíma voru margir þeirrar skoðunar að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur og yrði aldrei beitt. Enginn er á þeirri skoðun nú. Þessi listi 6 dæma úr sögu landsins er ekki tæmandi. Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi yfirgefið stjórnmálin í byrjun apríl 2024. Hún er þá að lýsa því að hún sagði af sér þingmennsku og hætti sem forsætisráðaherra og formaður stjórnmálaflokks. En hún býður sig fram til embættis forseta lýðveldisins. Hún er því ekki að yfirgefa stjórnmálin. Hún hefur breytt sínum stjórnmálaafskiptum. Katrín tekur nú þátt í stjórnmálum enda í framboði til forseta lýðveldisins sem er embætti stjórnmálamanns. Höfundur er áhugamaður um sögu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar