Áskorun til Hafnarfjarðarbæjar – Þjóðgarð á Reykjanes Davíð Arnar Stefánsson skrifar 23. maí 2024 13:30 Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Arnar Stefánsson Hafnarfjörður Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun