Halla Hrund - Þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. maí 2024 07:00 Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig – texti: Rúnar Júlíusson- Þegar ljóst varð að fram færu forsetakosningar í ár, vonaðist ég til að koma myndi fram manneskja sem byði fram krafta sína í embættið, sem væri alþýðleg og bæri virðingu fyrir þjóð sinni, landi, sögu og tungu. Manneskja sem væri vitur, klár, kæmi vel fyrir og bæri hag þjóðarinnar í nútíð og framtíð fyrir brjósti. Manneskja sem kæmi til dyranna eins og hún væri klædd. Manneskja sem ég gæti stoltur sagt frá að væri Forseti þjóðar minnar hvar sem ég verð. Ég er ekki ég, ég er annar Ég hef og hafði engan áhuga á því að fram kæmu manneskjur sem þættust vera eitthvað annað en þær eru. Því miður birtust tvær slíkar. Báðar eru að reyna að selja þjóðinni að þær séu ekki þær sjálfar heldur eitthvað allt annað. „Ég er ekki ég, ég er annar“ er söluræðan. Önnur manneskjan á sér þá sögu að segja eitt og gera annað auk þess að hafa verið í forsæti fyrir óvinsælustu ríkisstjórn Íslands fyrr og síðar, óvinsælli en „Skjaldborgar“ ríkisstjórnin á dánarbeði sínu. Og nú er hún búin með framboði sínu að setja Íslandsmet í kostnaði við ímyndarhernað sinn sem lýðnum er ljóst að eiginmaður hennar, Háskólaneminn til fjölda ára hefur ekki kostað. Hin manneskjan á sér þá sögu að hafa setið á fremsta skólabekk með þeim snillingum sem töldu sig hafa leyst gátuna, „Hvernig verður Ísland best í heimi“. Íslensku Einstyrnin komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef það ætti að geta gerst að þá þyrfti sjálfbær nýting náttúruauðlinda að fela það í sér að náttúruauðlindirnar yrðu í auknum mæli í einkaeigu. Manneskja þessi hefur líkt og sú fyrrnefnda kostað miklu til, órætt er hvaðan sú kostun kemur en ljóst er að sá aðili stendur ei á hallandi fæti í lífinu. Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig Halla Hrund, í upphafi þegar verið var að skora á þig að bjóða þig fram til forsetaembættisins sá ég strax að þarna var komin fram manneskja sem hefði alla þá kosti að bera sem ég óskaði mér að Forseti Íslands hefði. Ég þekkti þig ekki neitt, vissi þó að þú værir Orkumálastjóri og hefðir ritað amk. tvær skoðanagreinar á vísi sem ég hafði tekið eftir og lesið. Þar tók ég sérstaklega eftir því hve annt þér þykir um landið okkar, auðlindirnar og hve sterkt þú tókst til orða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja gætu haft á daglegt líf samfélagsins. Við deilum þeirri sýn að græna orkan sé olía framtíðarinnar og að eignarhald á slíkum auðlindum þurfi að hugsa til langs tíma. Einnig erum við sammála um að Landsvirkjun sé ekki til sölu og eigi að vera í eigu almennings eins og verið hefur. Nú þegar að ég hef fengið að kynnast þér, séð hvaða manneskju þú hefur að geyma, fundið fyrir orkunni og útgeisluninni sem þú hefur að þá er það engin spurning í mínum huga að þú ert minn Forseti. Og já, það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig! Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun