Heimsóttu 160 battavelli á átta dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2024 21:01 (f.h.t.v.) Stefán Örn, Heimir og Aron Örn tóku út alla battavelli landsins. Sá besti: Í Borgarnesi. Vísir/Ívar Fannar Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga. Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir. Krakkar Fótbolti Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Þeir Stefán Örn Gunnarsson, Aron Örn Hlynsson Scheving og Heimir Krogh Haraldsson hafa undanfarnar vikur lagt leið sína um allt land til að prófa og gefa battavöllum við skóla landsins einkunnir og er þetta fyrir lokaverkefni þeirra úr Rimaskóla. Einu tveir vellirnir sem þeir slepptu voru í Vestmannaeyjum og Borgarfirði eystri, enda var ófært til þess síðarnefnda þegar drengirnir ætluðu þangað „Skipulagningin tók allt að fjórum mánuðum en heimsóknir tóku átta daga,“ segir Aron. Þegar fréttastofa hitti á drengina við Kelduskóla var rífandi rok og rigning. Þeir segja þetta ekki versta veðrið sem þeir hafi upplifað. „Það var aðallega á Norðurlandinu sem var brjálað veður en hér á Suðurlandinu var sól og blíða,“ segir Aron. Pabbi Stefáns aðstoðaði þá við verkefnið. Hann segir foreldrana hafa reynt að fá þá til að halda sig við höfuðborgarsvæðið en svo fór að hann keyrði með strákana um landið. „Þetta var algjört ævintýri frá A til Ö,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson. Fannst þér ekkert mál að skutlast með þá um allt land? „Þetta var svolítil keyrsla jú en maður gerir þetta fyrir krakkana sína. Strákarnir eru svo áhugasamir.“ Sumir vellir voru betri en aðrir og sá versti: „Á Suðureyri, af einhverri ástæðu var líka sett körfuboltakarfa á völlinn,“ segir Stefán Örn. „Gólfið var grjóthart, þetta var bara hræðilegt,“ bætir Heimir við. Hvar var besti völlurinn? „Það var í Borgarnesi. Þá voru sex til átta mörk á einum velli, sem var mjög áhugavert. Völlurinn var mjög flottur,“ segir Heimir.
Krakkar Fótbolti Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira