Tækifæri til atvinnuuppbyggingar í haftengdri starfsemi Kjartan Ólafsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Byggðamál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis.
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun