Þolinmóðan mannvin á Bessastaði! Aleksandra Wasilewska skrifar 30. maí 2024 12:01 Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands. Hann er nefnilega líka sérfræðingur í stöðu smáríkja í heiminum, þekkir stjórnskipan landsins afar vel og hefur skrifað meira um utanríkisstefnu Íslands en flest. Mig langar hins vegar að lyfta sérstaklega upp þeim mikilvæga og lýsandi eiginleika að sinna og viðhalda fallegum og heilbrigðum samböndum í samsettri fjölskyldu. Þar eru þeir Baldur og Felix miklar fyrirmyndir fyrir hefðbundnar fjölskyldur og fyrir nýjar fjölskyldugerðir. Samband þeirra við börn og barnabörn er einstaklega fallegt og ekki síður samband þeirra við barnsmæður sínar sem báðar hafa einlæglega lýst yfir stuðningi við Baldur. Það að viðhalda svona heilbrigðu fjölskyldusambandi eftir skilnað getur sagt mikið um einstakling. Til þess þarf þroska, ríka tilfinningagreind og góða aðlögunarhæfni. Báðir eru þeir, Baldur og Felix, miklir mannvinir með fallega framkomu og myndu sóma sér vel á Bessastöðum eða hvar sem þeir kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar. Það er mikilvægt að forseti geti sýnt stillingu og hafi þolinmæði fyrir öðru fólki og skoðunum þess. Framkoma sumra í síðasta pallborði Heimildarinnar sýndi að frambjóðendur mátast misvel í hlutverk forseta Íslands. Það er mikilvægt að sýna samferðafólki sínu virðingu og forseti landsins á að fara fram með góðu fordæmi. Að koma fram af virðingu við samferðafólk sitt, líka þá sem þú ert ósammála eða ert að keppa við, er eitthvað sem fólk ætti að tileinka sér, ekki síst fólk sem er í valdastöðum samfélagsins eða sækist eftir að komast í slíkar. Baldur er hreinn og beinn. Á bakvið hann standa hvorki valdaelítur né hópur fjármagnseigenda heldur er framboðið drifið áfram með starfi grasrótarinnar. Ég þarf að geta treyst því að forsetinn standi með almenningi og þess vegna kýs ég Baldur. Höfundur er flugfreyja og nemi í viðskiptafræði.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun