Með ósk um velgengni, Halla Hrund Viðar Hreinsson skrifar 31. maí 2024 16:46 Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun