Með ósk um velgengni, Halla Hrund Viðar Hreinsson skrifar 31. maí 2024 16:46 Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki. Rifrildi um elítu eða ekki hefur verið upplýsandi – kjarkaður og heiðarlegur pistill Auðar Jónsdóttur í Heimildinni leysti úr læðingi flóð skrifa þar sem einmitt þessi elíta sór af sér það að vera elíta, og hélt svo áfram í vitsmunalegu göfuglyndi að segja fólki til um hvernig það skyldi hugsa. Ég fæ ekki varist þeirri hugsun að þar hafi sitthvað verið sagt gegn betri vitund og horft framhjá því að einlæg skrif eins og Auðar eru sársaukafull og ekki sett fram í eiginhagsmunaskyni. Takk elsku elíta fyrir fölskvalausa ást ykkar á lýðræðinu! Um leið og Halla Hrund Logadóttir gaf kost á sér til embættis forseta ákvað ég að kjósa hana. Ég hafði tekið eftir einarðri vörn hennar fyrir almannahag í embætti orkumálastjóra og persónutöfrar, dugnaður og skörp dómgreind komu strax í ljós. Þegar ég fór að fylgjast með stuðningsmannasíðu hennar á Fésbókinni tók ég eftir öðru. Þar hljóma óteljandi raddir í einlægum stuðningi við Höllu Hrund, fólk úr öllum kimum samfélagsins fylkir sér um hana með fjölbreyttum, fallegum og einlægum yfirlýsingum, auk þess sem mörg hundruð stuðningsmanna leggja hönd á plóg í verki. Mín tilfinning er sú að Halla Hrund nái betur til fleira fólks en nokkur annar frambjóðandi. Og það er dýrmætt, kannski mikilsverðara framlag til brothætts lýðræðis en margan grunar. Mér finnst ótækt að forseti komi beint úr hringiðu stjórnmálanna, langþæfður í hrossakaupum, málamiðlunum milli stjórnmálahreyfinga, hagsmunahópa og annarra aðila með tilheyrandi afslætti á hugsjónum ef einhverjar voru. Vald spillir, og pólitískt þóf mótar jafnvel besta og greindasta fólk lævíslegar fólk heldur, mælska þess verður liprari en um leið innantómari þegar allir kraftar fara í að verja misjafnar gerðir. Útsýnið úr stjórnmálabaráttunni er þröngt, þess vegna þarf að vera til önnur sýn og víðari. Forsetaembættið getur skipt máli sé það vel setið. Með því að kjósa forseta sem stendur utan flokkapólitíkur getur hann myndað mikilvægt viðnám við þeirri samþjöppun valds, sama graut í sömu skál, sem yrði ef pólitíkus væri kosinn. Halla Hrund Logadóttir er fljúgandi greind og velviljuð, óvenju hæf til að mynda heilbrigt og skapandi mótvægi við það argaþras sem stjórnmálin óneitanlega eru. Hún nær til litrófs mannlífsins, hefur yfirlætislausa þekkingu á náttúrunni og landinu og yfirsýn til að leggja okkur gott til. Ekki veitir af. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun