Þingmenn opnið augun og finnið kjarkinn Jón Hjaltason skrifar 5. júní 2024 12:31 Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun