„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 12:29 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu var mættur á svæðið um klukkan 7 í morgun. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54