ChatGPT og endurbætt Siri væntanlegar nýjungar Apple Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 23:51 Cook sagði tæki frá framleiðendanum munu ná nýjum hæðum með breytingunum. EPA Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT. Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið. Apple Gervigreind Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið.
Apple Gervigreind Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira