Biðmál í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Jafnréttismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í kosningasjónvarpi árið 2018 fjölluðu frambjóðendur um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Í borgarstjórnarsalnum vorið 2024 fjölluðu borgarfulltrúar um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru hitamál, úthlutun fyrir haustið hafði ekki farið fram og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Ekkert hafði þokast í málaflokknum og fjöldi biðlistabarna var sá sami og 26 árum fyrr. 800 börn bíða Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík er útlit fyrir að um 800 börn, 12 mánaða og eldri, verði enn á biðlista þann 1. september nk. Staðan hefur versnað frá síðasta ári og engar áþreifanlegar lausnir í sjónmáli. Versnandi staða er sérkennileg þegar tölfræðin er skoðuð, því ekki hefur leikskólabörnum fjölgað í Reykjavík, heldur þvert á móti! Frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaldri fækkað um 10% í Reykjavík. Yfir sama tímabil hefur leikskólaplássum jafnframt fækkað um 940. Borgaryfirvöld geta því ekki kennt vaxandi barnafjölda um vaxandi leikskólavanda – þau geta einungis sjálfum sér um kennt. Samhliða fjölgar börnum á leikskólaaldri í nágrannasveitarfélögum – fólk flytur þangað sem þjónusta er betri og lífsgæði mælast meiri – borgarbúar kjósa með fótunum. 6,5 milljóna tekjutap Sofandaháttur borgaryfirvalda í málaflokknum hefur leitt af sér alvarlega stöðu fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Þeirri stöðu lýsti Sylvía Briem Friðjónsdóttir vel á dögunum og vakti verðskuldaða athygli fyrir. Hún eignaðist sitt þriðja barn nýverið og sér fram á erfiðleika við öflun leikskóla- eða daggæsluúrræða að loknu fæðingarorlofi. Þennan vanda þekkja margir. Haustið 2022 birti Viðskiptaráð útreikninga sem sýndu þann tekjumissi sem fjölskylda á meðallaunum verður fyrir vegna biðlistavanda leikskólanna. Gerðu útreikningarnir ráð fyrir því að annað foreldrið væri frá vinnu meðan beðið væri leikskólavistar. Fyrir 10 mánaða bið eftir leikskólavist, sem er meðal biðtími í Reykjavík að loknu fæðingarorlofi, verður fjölskylda á meðallaunum fyrir tekjutapi sem nemur ríflega 6,5 milljónum króna. Það þarf vart að tíunda hve gríðarlegt tekjutap það er fyrir ungt fjölskyldufólk. Jafnréttismál Sylvía benti jafnframt á þá staðreynd að almennt lendir leikskóla- og daggæsluvandinn af meiri þunga á mæðrum en feðrum. Undir það er óhætt að taka. Á síðasta kjörtímabili var ráðist í styttingu leikskóladagsins. Ákvörðunin mætti andstöðu fjölbreyttra hópa sem töldu breytinguna geta dregið úr framgangi á vinnumarkaði, ógnað starfsöryggi og valdið ófyrirséðum tekjumissi. Fjölmargir óttuðust neikvæð áhrif á stöðu vinnandi kvenna – því þrátt fyrir gríðarlegan árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn stærsta ábyrgð á umönnun barna. Í kjölfarið var ráðist í jafnréttismat sem greindi þau áhrif sem þjónustukerðingin myndi hafa. Matið sýndi glöggt neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna – að mæður væru líklegri en feður til að fara fyrr úr vinnu til að mæta skertum opnunartíma leikskólanna – að konur væru líklegri en karlar til að minnka starfshlutfall svo koma mætti til móts við þarfir fjölskyldunnar. Fjölskyldumál í forgang! Það er ólíðandi að yfir 26 ára tímabil hafi biðmál í borginni ekki tekið neinum framförum. Fjölmörg framfaraskref hafa verið stigin í jafnréttisbaráttunni. Konur hafa rutt sér til rúms á vinnumarkaði og meirihluti fjölskyldna treystir á starf leikskóla. Leikskóla- og daggæslumál eru eitt mikilvægasta jafnréttismálið sem sveitarfélögin fást við. Til að tryggja farsælan framgang þessa málaflokks þarf að bjóða framsækna leikskólaþjónustu í borginni, öfluga daggæslu og úrval valkosta – einungis þannig náum við árangri. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun