Merktir Íslandi og Grindavík á stóra sviðinu í Frankfurt Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 07:57 Arngrímur Anton Ólafsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson mynda landslið Íslands á HM í pílukasti sem hefst í dag í Frankfurt. Vísir/Einar Fulltrúar Íslands á Heimsbikarmótinu í Pílukasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstudaginn kemur. Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson mynda landslið Íslands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýskalandi. Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira