Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2024 13:57 Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana mætir Joe Biden sitjandi forseta í kappræðum í nótt. AP/Chris Szagola Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira