Þórkatla tekið við 400 eignum Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:03 Talsverður fjöldi þessara húsa er nú í eigu Þórkötlu. Vísir/Vilhelm Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur borist umsóknir 900 Grindvíkigna um sölu á eignum til félagsins. Gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, um 82 prósent þeirra sem sótt hefur verið um. Þegar hefur verið tekið við 400 eignum. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu. Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Þórkötlu. Þar segir að fjárfesting félagsins í eignunum sé um 57 milljarðar króna. Þar af nemi yfirteknar skuldir um átján milljörðum og kaupsamningsgreiðslur um 36,3 milljörðum. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Þrjú hundruð í viðbót í sumar Félagið hafi fyrir nokkru hafið að taka við eignum frá seljendum og félagið hafi tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík. Tekið verði á móti nærri 300 eignum í júlí og ágúst. Kaflaskil hafi orðið í verkefninu í vikunni þegar félagið hóf ferlið við endanlegan frágang kaupa við fyrstu seljendurna með lögskilauppgjöri, afsali og afsalsgreiðslum. Eins og við aðra framkvæmd þessara kaupa sé frágangur lögskilauppgjörs og afsals með rafrænum hætti, það er með rafrænum undirskriftum og rafrænni þinglýsingu. Markvisst sé nú unnið í þeim umsóknum þar sem ýmsar hindranir og frávik hafi komið upp. Flókin mál Í tilkynningu segir að oft sé um að ræða flókin mál sem krefjist ítarlegrar skoðunar, svo sem vegna undanþágu um lögheimili, dánarbúa, vanda við afléttingu veða eða skilgreinds byggingarstigs. Verið sé að leita lausna fyrir búseturéttarhafa en útfærsla þeirra mála hafi reynst flókin. Áfram verði unnið að því finna farsæla lausn. „Heilt yfir gengur þetta vel hjá okkur. Fyrirkomulag skilafunda með eigendum hefur komið vel út og frágangur þeirra á eignunum hefur yfirleitt verið til fyrirmyndar. Nú er komin af stað vinna við lögskilauppgjör og afsöl og hún fer vel af stað. Stóra verkefnið framundan er svo utanumhald og rekstur eignanna í Grindavík og við erum að skoða hvernig best sé að standa að því,“ er haft eftir Erni Viðari Skúlasyni, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu.
Grindavík Fasteignamarkaður Húsnæðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40 Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. 31. maí 2024 14:40
Kostnaður vegna uppkaupa fjórtán milljörðum meiri en áætlað var Útlit er fyrir að heildarfjárfesting Þórkötlu í húsnæði í Grindavík verði allt að 75 milljarðar í heildina eða um 14 milljörðum króna meiri en áætlað var við setningu laganna um úrræðið. Aukinn kostnaður skýrist að mestu af hækkun brunabótamats á eignum í bænum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fasteignafélaginu Þórkötlu. 24. maí 2024 08:40