Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2024 07:14 Mat Kristjáns á umhverfisverndarsamtökum kemur Árna ekki á óvart. En engu að síður sérkennilegt að sjá það svona svart á hvítu í bréfi til ráðuneytisins. vísir/vilhelm Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. „Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira